Guðjón Jónsson (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Jónsson rakari.

Guðjón Jónsson rakari fæddist 23. janúar 1912 í Nýjabæ og lést 16. janúar 1998 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðrún Guðný Jónsdóttir vinnukona frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957, og barnsfaðir hennar Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey, lögregluþjónn, síðar skósmiður, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.

Hálfsystir Guðjóns í Eyjum var Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 18. nóvember 1908, d. 4. apríl 1985.
Móðurmóðir Guðjóns var Guðrún Bergsdóttir, húsfreyja í Hallgeirsey, en dvaldi í Svaðkoti síðustu æviár sín.
Móðursystkini Guðjóns í Eyjum voru:
1. Steinvör Jónsdóttir húsfreyja í Nýjabæ.
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Svaðkoti og síðan í Suðurgarði
3. Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti og síðan í Nýjabæ.

Guðjón fæddist hjá móðursystur sinni Steinvöru Jónsdóttur í Nýjabæ.
Hann var með móður sinni í vinnumennsku og lausamennsku hennar, í Laufholti 1913, á Skjaldbreið 1914-1917, í Stafholti 1918.
Hann fór síðan í fóstur að Felli í Mýrdal. Þar var hann 1920.
Guðjón var sjómaður í Eyjum 1930, lærði rakaraiðn hjá Árna Böðvarssyni í Eyjum og vann við iðnina í Reykjavík og á Húsavík. Á Húsavík vann hann í 23 ár.
Þau Sigrún fluttust til Reykjavíkur 1972.
Hann vann að lokum við Álverið í Straumsvík.
Guðjón lést 1998.

Kona Guðjóns, (7. maí 1938), var Sigrún Jónsdóttir frá Kirkjubæ, f. 13. október 1913, d. 9. desember 2002..
Börn þeirra voru:
1. Jóna Hólmfríður Guðjónsdóttir, f. 18. mars. 1934 í Eyjum, d. 8. nóvember 2019.
2. Gunnhildur Gíslný Guðjónsdóttir, f. 31. janúar 1938 í Reykjavík.
3. Birna Margrét Guðjónsdóttir, f. 23. júlí 1949 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. janúar 1998. Minningargrein.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.