Guðmundur Gíslason (verslunarmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Gíslason frá Nýjabæ í Sandvíkurhreppi í Flóa, múrari, afgreiðslumaður fæddist 19. október 1893 í Nýjabæ og lést 14. maí 1972.
Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson frá Eiríksbakka í Skálholtssókn, bóndi, f. 14. maí 1840, d. 20. mars 1897, og kona hans Valgerður Jónsdóttir frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi, síðar á Goðafelli, f. 6. janúar 1858, d. 31. maí 1949.

Bróðir Guðmundar var Valdimar Gíslason múrari, síðar í Keflavík, f. 6. júlí 1895, d. 17. júlí 1968.

Guðmundur missti föður sinn, er hann var á fjórða árinu. Hann var með móður sinni, húsfreyju í Nýjabæ 1901 og 1910, en þar bjó hún með Jónasi Jónssyni.
Hann var vertíðarmaður á Háeyri 1920, en átti heimili í Gaulverjabæ.
Guðmundur fluttist til Eyja 1921 og það gerði Marta einnig. Þau giftu sig 1921, bjuggu á Háeyri á því ári, í Sigtúni 1922, á Svalbarði í lok árs og enn 1927 með börn sín Karl og Svölu. Hann var múrari með fjölskylduna á Lögbergi við Vestmannabraut 1930, á Brekastíg 25 1934, var verslunarmaður þar 1940. Þar bjuggu þau síðan, uns þau fluttust til Seltjarnarness 1946. Þau bjuggu þar á Vegamótum. Guðmundur var þar afgreiðslumaður í fyrstu, en síðar í Reykjavík.
Hann lést 1972 og Marta 1984.

Kona Guðmundar, (21. maí 1921), var Marta Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1897 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 6. apríl 1984.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Karl Guðmundsson, f. 17. júlí 1922 í Sigtúni.
2. Steinunn Svala Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1924 á Svalbarði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.