Marta Þorleifsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Konur úr forustuliði verkakvenna, þegar unnið var að stofnun Barnaheimilisins.
Aftari röð frá vinstri:
Ólafía Óladóttir, Helga Rafnsdóttir, Marta Þorleifsdóttir.
Sitjandi frá vinstri: Margrét Sigurþórsdóttir, Dagmey Einarsdóttir.

Marta Þorleifsdóttir húsfreyja fæddist 11. júní 1897 á Ytri-Sólheimum og lést 6. apríl 1984.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Jónsson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 11. október 1847, d. 27. september 1902, og kona hans Steinunn Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1855 á Ytri-Sólheimum, d. 29. maí 1955 í Eyjum.

Börn Þorleifs og Steinunnar í Eyjum:
1. Guðjón Þorleifsson bátsformaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 20. mars 1964.
2. Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1887, d. 5. mars 1952.
3. Eyjólfur Elías Þorleifsson bóndi, síðar húsasmiður í Eyjum, f. 24. janúar 1893, d. 3. apríl 1983.
4. Marta Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1897, d. 6. apríl 1984.

Marta var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum til 1921, er hún fluttist til Eyja.
Hún bjó með Guðmundi á Háeyri við giftingu þeirra 1921.
Þau bjuggu í Sigtúni 1922, á Svalbarði í lok árs og enn 1927 með börn sín Karl og Svölu.
Fjölskyldan var á Lögbergi 1930, á Brekastíg 25 1934 og síðan, uns þau fluttust til Seltjarnarness 1946 og bjuggu á Vegamótum þar. Guðmundur var þar afgreiðslumaður í fyrstu, en síðar í Reykjavík.
Marta var ein af frumkvöðlum að stofnun barnaleikskóla í Eyjum.
Guðmundur lést 1972 og Marta 1984.

Maður Mörtu, (21. maí 1921), var Guðmundur Gíslason múrari, síðar afgreiðslumaður, f. 19. október 1893 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, d. 14. maí 1972.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Karl Guðmundsson, f. 17. júlí 1922 í Sigtúni.
2. Steinunn Svala Guðmundsdóttir, f. 24. júní 1924 á Svalbarði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.