Guðmundur Pálsson (sjómaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Pálsson frá Seyðisfirði, sjómaður fæddist þar 4. maí 1908 og lést 10. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Páll Árnason útgerðarmaður, f. 5. september 1867, d. 5. júní 1941 og Guðrún Erlendsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1874, d. 20. ágúst 1955.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður í Reykjavík 1930.
Þau Sigríður Fanney giftu sig í Eyjum 1937, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8 í Eyjum, fluttu til Reykjavíkur um 1938-1939, bjuggu síðast í Ásgarði 43.
Sigríður lést 1968.
Guðmundur bjó síðast í Meðalholti 2. Hann lést 1984.

Kona Guðmundar, (8. október 1937), var Fanney Sigríður Sigurðardóttir frá Rafnseyri, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ, d. 29. maí 1968.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ólafs Guðmundsson, f. 27. ágúst 1938 á Stóra Gjábakka. Kona hans Kristrún Ólafsdóttir.
2. Páll Guðmundur Guðmundsson, f. 30. júlí 1941 í Reykjavík, d. 15. mars 2021. Fyrrum kona hans Sigríður Svanhildur Magnúsdóttir Snæland. Kona hans Ásta Jónsdóttir.
3. Margrét Guðmundsdóttir, f. 13. september 1944 í Reykjavík. Maður hennar Bergþór Einarsson.
4. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, f. 9. júní 1953 í Reykjavík. Maður hennar Helgi Klaus Pálsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra, IV. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.