Guðmundur S. Ágústsson (Aðalbóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Siggeir Ágústsson.

Guðmundur Siggeir Ágústsson frá Aðalbóli við Skólaveg 21a, verslunarmaður, kaupmaður, verkstjóri fæddist 25. október 1922 í Stakkagerði-vestra og lést 17. október 2006.
Foreldrar hans voru Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, og kona hans Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995.

Börn Viktoríu og Ágústs:
1. Betsý Gíslína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
2. Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921, d. 17. júlí 1986.
3. Guðmundur Siggeir Ágústsson farmaður, verslunarmaður, verkstjóri, matsveinn, f. 25. október 1922, d. 17. október 2006.
4. Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925.
5. Esther Ágústsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 30. september 1928, d. 31. júlí 1967.
6. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður á bókasafni, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku og enn 1949.
Hann var farmaður á Sæfellinu á Styrjaldarárunum.
Guðmundur vann í verslun Karls Kristmanns, varð síðar verkstjóri hjá Fiskiðjunni og matsveinn á Ófeigi.
Hann bjó að Depluhólum 10 í Rvk 1986, en síðast við Eyjahraun 11.
Þau Jóhanna giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Faxastíg 7 1951 og í Akóges við Hilmisgötu 15 1953.
Jóhanna lést 1971.
Guðmundur bjó á Stóru-Löndum 1972 með sonum sínum.
Hann bjó að Depluhólum 10 í Rvk 1986, en síðast við Eyjahraun 11.
Guðmundur Siggeir lést 2006.

I. Kona Guðmundar, (20. júní 1951 í Kaupmannahöfn), var Jóhanna Ágústsson, fædd Andersen 30. janúar 1931, d. 7. ágúst 1971.
Börn þeirra:
1. Gústaf Ólafur Guðmundsson vélstjóri, f. 30. desember 1951. Kona hans Marta Jónsdóttir.
2. Guðmundur Guðmundsson vélstjóri, f. 8. maí 1953. Kona hans Margrét Sveinsdóttir.
3. Geir Guðmundsson, f. 6. janúar 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.