Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen.

Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja fæddist 4. febrúar 1920 á Þingvöllum og lést 3. mars 2008 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja f. 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð., d. 4. apríl 1949 í Reykjavík, og Þorsteinn Hafliðason skósmiður, f. 22. nóvember 1879 í Fjósum í Mýrdal, d. 26. febrúar 1965 í Reykjavík.
Börn Ingibjargar og Þorsteins voru:
1. Þórunnar Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948. Maður hennar var Guðmundur Marinó Jónsson símritari, f. 23. júlí 1906, d. 22. júlí 1983.
2. Bjarni Eyþór Þorsteinsson sjómaður, f. 10. september 1910 í Steinholti, d. 15. maí 1946.
3. Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen húsfreyja, f. 4. febrúar 1920 á Þingvöllum, d. 3. mars 2008. Maður hennar var Michael Celius Sívertsen vélstjóri, f. í Noregi 29. september 1897, d. í Reykjavík 21. maí 1966.
4. Hafsteinn Þorsteinsson símvirki, símstjóri, f. 5. mars 1918 á Þingvöllum, d. 11. apríl 1985. Fyrri kona hans var Margrét Snorradóttir, f. 22. mars 1914, d. 25. desember 1977. Síðari kona hans var Nanna Þormóðs, f. 28. maí 1915, d. 27. janúar 2004.
Barn Ingibjargar og stjúpbarn Þorsteins var
5. Emilía Filippusdóttir Snorrason, f. 4. febrúar 1902, d. 25. nóvember 1996. Maður hennar var Sigurður Sívertsen Snorrason bankaritari, síðar í Keflavík, f. 31. maí 1895 á Bíldudal, d. 5. maí 1969.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Kirkjuvegi 20 (Franska spítalanum) 1940.
Hún eignaðist Þorstein með Michael Celiusi á Löndum (Landagötu 11) 1942.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1944 og bjuggu þar. Michael lést 1966. Guðrún dvaldi að síðustu í Seljahlíð. Hún lést 2008.

I. Maður Guðrúnar var Michael Celius Sivertsen vélstjóri, f. 29. september 1897 í Noregi, d. 21. maí 1966 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Sívertsen skrifstofumaður, kaupmaður, f. 5. september 1942 á Löndum.
2. Bjarni Kristinn Sívertsen tæknifræðingur, kennari, f. 16. nóvember 1946. Barnsmóðir hans er Þuríður Backman. Kona Bjarna, (skildu), var María Hauksdótttir.
3. Ingibjörg Sívertsen húsfreyja, skrifstofukona, f. 20. maí 1950. Maður hennar er Guðmundur Þórhallsson.
Börn Michaels Celiusar í Noregi:
4. Dagfinn og
5. Kjell.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.