Guðrún Guðmundsdóttir (Rafnseyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar á Rafnseyri fæddist 9. október 1850 á Sauðhússvöllum u. Eyjafjöllum og lést 23. júní 1937.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 9. júní 1799, d. 12. október 1881, og kona hans Sólrún Ketilsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1816, d. 22. apríl 1851.

Móðir Guðrúnar, Sólrún Ketilsdóttir var systir Eyjólfs Ketilssonar manns hennar, og þau Eyjólfur því systkinabörn.

Bróðir Guðrúnar var Guðmundur Guðmundsson lóðs í París, f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919 í Mapleton, Utah.

Guðrún missti móður sína, er hún var á fyrsta ári. Hún var líklega sú, sem var tökubarn í Drangshlíð 1855 og 1860, var vinnukona þar 1870, var með föður sínum og systkinum á Sauðhússvelli 1880.
Þau Eyjólfur giftu sig 1885 og bjuggu í Björnskoti. Þar eignuðust þau 4 börn sín, bjuggu þar enn 1890, en í Mið-Skála 1901 og enn 1920. Í Mið-Skála fæddist Eyjólfur.
Þau fluttust til Eyja 1924.
Guðrún var húsfreyja á Rafnseyri 1927 og enn er hún lést 1937.

I. Maður Guðrúnar, (15. október 1885), var Eyjólfur Ketilsson bóndi, síðan verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853 í Ásólfsskála, d. 2. júní 1947.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Eyjólfsson verkamaður, sjómaður, f. 7. október 1886 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.
2. Kjartan Eyjólfsson verkamaður í Reykjavík, f. 29. september 1888 í Björnskoti, d. 2. mars 1977. Kona hans var Sólborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1890 í Heynesi í Innri-Akraneshreppi, d. 14. september 1980.
3. Björn Eyjólfsson sjómaður frá Grund u. Eyjafjöllum, f. 7. júní 1890, drukknaði, er vélbáturinn Fram fórst við Urðir 14. janúar 1915. Hann var ókvæntur.
4. Guðný Eyjólfsdóttir verkakona í Úthlíð, f. 7. júní 1890 í Björnskoti, d. 10. febrúar 1979.
5. Eyjólfur Eyjólfsson sjúklingur, f. 27. september 1895 í Mið-Skála, d. 10. september 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.