Guðrún Jónsdóttir yngri (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorgerður Guðrún Jónsdóttir frá Dölum, húsfreyja fæddist 6. maí 1895 á Bólstað í Mýrdal og lést 5. febrúar 1933.
Foreldrar hennar voru Jón Gunnsteinsson bóndi, útvegsmaður og söðlasmiður í Dölum, f. 10. desember 1844, d. 19. júlí 1924, og síðari kona hans Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1855 að Ketilsstöðum Mýrdal, d. 2. mars 1939.

Börn Jóns Gunnsteinssonar af fyrra hjónabandi hans:
1. Guðjón Jónsson verslunarþjónn í Vík, f. 7. febrúar 1875, d. 26. maí 1942.
2. Jóhannes Gunnar Jónsson, bóndi í Suður-Hvammi í Mýrdal, f. 8. febrúar 1876, d. 10. októbr 1905 í Suður-Hvammi.
3. Sigríður Hildur Jónsdóttir, f. 18. júlí 1877, d. 25. júlí 1877.
4. Sigríður Jónsdóttir, f. 18. október 1878, dó 1878, grafin 10. nóvember.
5. Jón Jónsson á Bólstað í Mýrdal, f. 27. apríl 1881, drukknaði 30. júlí 1901.

Börn Jóns og Þorgerðar Hjálmarsdóttur:
1. Halldór Jónsson, f. 24. maí 1884, d. 30. maí 1884.
2. Halldór Jónsson, f. 26. júlí 1885, d. 6. ágúst 1885.
3. Halla húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918, gift fyrr, (skildu), Brynjólfi Stefánssyni kaupmanni, f. 14. febrúar 1881, d. 18. desember 1947. Síðari maður hennar var Guðlaugur Brynjólfsson formaður og útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972. Halla var fyrri kona hans.
4. Kristján skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, d. 21. mars 1922, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 29. mars 1890, d. 25. desember 1985. Kristján tók út af Sigríði VE-240 fyrir innan Eyjar.
5. Sveinbjörn rafveitustjóri, f. 16. mars 1889, d. 6. apríl 1930, kvæntur Tómasínu Eiríksdóttur húsfreyju, f. 22. júlí 1889, d. 6. október 1941.
6. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1890, d. 14. janúar 1891.
7. Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri, f. 15. nóvember 1892, d. 25. janúar 1977, kvæntur Unni Pálsdóttur forstöðukonu, f. 3. mars 1911, d. 12. maí 2000.
8. Vilhjálmur Jónsson rafveitustjóri, f. 23. janúar 1893, d. 15. júlí 1971. Hann var kvæntur Nikólínu Jónsdóttur húsfreyju og leiklistarkonu, f. 15. júlí 1900, d. 15. ágúst 1958.
9. Þorgerður Guðrún húsfreyja, f. 6. maí 1895, d. 5. febrúar 1933, gift Gunnlaugi Ásmundssyni sjómanni, f. 19. apríl 1885, d. 19. febrúar 1951.
10. Vilborg Ragnhildur Jónsdóttir, f. 13 febrúar 1897, d. 18. mars 1897.
11. Hjálmar verkamaður, f. 5. júní 1899, d. 25. júlí 1968, kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur húsfreyju, f. 16. október 1898, d. 23. júní 1958.

Guðrún var með fjölskyldu sinni í Bólstað í æsku, fluttist með foreldrum sínum að Dölum 1904.
Hún fluttist til Norðfjarðar, giftist Gunnlaugi 1916, eignaðist með honum Jónu Þorgerði þar 1917.
Þau fluttust til Eyja 1918, bjuggu í Dölum 1920, í Framtíð 1921 og enn 1927, í Landlyst 1930, í Sandprýði 1933.
Þau eignuðust þrjú börn í Eyjum, en misstu eitt þeirra á 6. mánuði aldurs síns.
Guðrún lést 1933 og Gunnlaugur 1951.

Maður Guðrúnar var Gunnlaugur Ásmundsson sjómaður frá Vindheimi í Norðfirði, f. 19. apríl 1885 á Karlsstöðum Vöðlavík í S-Múl., d. 19. febrúar 1951.
Börn þeirra:
1. Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 2. október 1917 á Norðfirði, d. 25. október 1987.
2. Matthías Vilhjálmur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, bílasali í Reykjavík, f. 24. júlí 1919, d. 21. mars 1973.
3. Ásmundur Þórarinn Gunnlaugsson, f. 6. mars 1921 í Framtíð, d. 24. ágúst 1921.
4. Ástvaldur Gunnlaugsson verkamaður, verktaki í Reykjavík, f. 3. september 1924 í Framtíð, d. 11. apríl 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.