Helgi Jónsson (verslunarstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helgi Eyjólfur Jónsson verslunarstjóri í Garðinum fæddist 31. október 1852 og lést 6. júní 1905.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson frá Svefneyjum, bóndi og gullsmiður í Svefneyjum á Breiðafirði og á Ökrum á Mýrum, f. 5. nóvember 1821, d. 4. janúar 1879 og kona hans Elín Helgadóttir húsfreyja frá Vogi á Mýrum, f. 4. júlí 1816, d. 9. maí 1892.

Helgi Eyjólfur var með foreldrum sínum til 16 ára aldurs, fór þá til Stykkishólms og vann þar verslunarstörf næstu 4 árin. Þá fluttist hann til Reykjavíkur, vann við verslun W. Fischers þar og í Keflavík næstu 8 árin.
Hann nam verslunarfræði í Kaupmannahöfn og lauk prófi 1871.
Helgi Eyjólfur og Kristín María fluttust til Eyja 1881 og þar tók Helgi við verslunarstjórastarfi í Garðinum af Gísla Bjarnasen. Hann gegndi því til 1888, er Pétur Bjarnasen tók við.
Kristín María kona hans veiktist og fór til Danmerkur „til lækninga“ 1885, og börnin fóru „til afa og ömmu“ í Reykjavík.
Helgi eignaðist barn með Guðríði Sigurðardóttur vinnukonu í Batavíu 1888.
Helgi rak verslun í Reykjavík en seldi hana J.P.T. Bryde og gerðist verslunarstjóri við verslun hans í Borgarnesi og gegndi til 1900, er hann fluttist til Reykjavíkur. Þar var hann bankaritari við Landsbankann til dd. 1905.

Helgi var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (11. ágúst 1881), var Kristín María Eggertsdóttir Waage húsfreyja, f. 20. maí 1860, d. 6. apríl 1894.
Börn þeirra voru:
1. Anna Guðrún Halla Helgadóttir kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 12. maí 1882, d. 14. apríl 1962.
2. Helgi Helgason nemi í Latínuskólanum, f. 17. júlí 1883, d. 12. mars 1898.
3. Guðrún Elín Helgadóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 12. maí 1890, d. 20. janúar 1972.

II. Síðari kona Helga (8. júní 1895), var Sigríður Eggertsdóttir Briem húsfreyja, f. 14. nóvember 1862, d. 9. janúar 1913.
Börn þeirra voru:
4. Eggert Ólafur Briem Helgason öryrki, f. 8. desember 1895, d. 31. ágúst 1971.
5. Sæmundur Helgason póstfulltrúi, síðar deildarstjóri í Reykjavík, f. 24. september 1896, d. 8. júlí 1976.
6. Jónas Helgason, f. 24. september 1896, d. 14. október 1896.
7. Helga Ingibjörg Helgadóttir bankaritari í Reykjavík, f. 7. mars 1898. d. 21. október 1980.
8. Elín Helgadóttir, f. 28. nóvember 1899, d. 4. október 1900.
9. Elín Valgerður Helgadóttir, f. 26. nóvember 1900, d. 9. október 1901.
10. Friðrikka Helgadóttir, f. 17. janúar 1902, d. 26. júní 1902.
11. Páll Helgason bóndi í Reykjavík, f. 23. nóvember 1904, d. 28. mars 1987.

III. Barnsmóðir Helga var Guðríður Sigurðardóttir frá Búastöðum, þá vinnukona í Batavíu, f. 16. ágúst 1867, d. 1918.
Barn þeirra var
12. Sigurður Helgason, f. 11. desember 1888, hrapaði til bana úr Miðkletti 24. júlí 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.