Hrefna Gústafsdóttir (Bjarma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hrefna Gústafsdóttir fiskverkakona fæddist 12. mars 1942 og lést 10. desember 1971.
Foreldrar hennar voru Gústaf Runólfsson frá Breiðavík, vélstjóri, síðast á v.b. Helga, f. 26. maí 1922 á Seyðisfirði, drukknaði 7. janúar 1950, er Helgi fórst á Faxaskeri, og kona hans Hulda Hallgrímsdóttir frá Skálanesi í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 28. september 1919 í Bæjarstæði þar, d. 15. desember 1988.

Börn Huldu og Gústafs:
1. Hrefna Gústafsdóttir, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, síðast í Eyjum, d. 10. desember 1971.
2. Linda Gústafsdóttir, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
3. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
4. María Gústafsdóttir, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.
Börn Huldu og Þórarins Ágústs Jónssonar:
5. Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1958, d. 12. ágúst 2015.
6. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, f. 25. júní 1959.
7. Gústaf Adólf Þórarinsson, f. 13. maí 1963.

Hrefna var ógift og barnlaus. Hún bjó í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.