María Gústafsdóttir (Bjarma)
María Gústafsdóttir húsfreyja, fulltrúi hjá Símanum, fæddist 11. september 1948.
Foreldrar hennar voru Gústaf Runólfsson frá Breiðavík, vélstjóri, síðast á v.b. Helga, f. 26. maí 1922 á Seyðisfirði, drukknaði 7. janúar 1950, er Helgi fórst á Faxaskeri, og kona hans Hulda Hallgrímsdóttir frá Skálanesi í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 28. september 1919 í Bæjarstæði þar, d. 15. desember 1988.
Börn Huldu og Gústafs:
1. Hrefna Gústafsdóttir, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, síðast í Eyjum, d. 10. desember 1971.
2. Linda Gústafsdóttir, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
3. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
4. María Gústafsdóttir, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.
Börn Huldu og Þórarins Ágústs Jónssonar:
5. Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1958, d. 12. ágúst 2015.
6. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, f. 25. júní 1959.
7. Gústaf Adólf Þórarinsson, f. 13. maí 1963.
Þau Bjarni giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Sigurður Viðar giftu sig, hafa ekki eignast börn saman, en hann á tvö börn frá fyrra sambandi. Þau búa á Selfossi.
I. Fyrrum maður Maríu er Bjarni Sigurjónsson úr Rvk, sjómaður, f. 27. ágúst 1945. Foreldrar hans Sigurjón Bjarnason, f. 20. maí 1922, d. 28. febrúar 1995, og Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 1. nóvember 1922, d. 10. apríl 2004.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir, f. 14. júní 1966.
2. Sigurjón Bjarnason, f. 13. ágúst 1967.
3. Gústaf Bjarnason, f. 16. mars 1970.
4. Hulda Bjarnadóttir, f. 11. apríl 1973.
II. Maður Maríu er Sigurður Viðar Valdemarsson frá Akureyri, matreiðslumeistari, f. 14. janúar 1946. Foreldrar hans Valdemar Haraldsson, f. 15. september 1912, d. 25. febrúar 1964, og Anna Kristinsdóttir, f. 7. október 1915, d. 25. janúar 2004.
Börn Sigurðar:
1. Valdimar Þór Viðarsson, f. 1. nóvember 1972.
2. Andri Geir Viðarsson, f. 10. apríl 1979.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- María.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.