Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, húsfreyja fæddist 24. ágúst 1946 í Steinholti við Kirkjuveg 9a.
Foreldrar hennar voru Gústaf Runólfsson frá Breiðavík, vélstjóri, síðast á v.b. Helga, f. 26. maí 1922 á Seyðisfirði, drukknaði 7. janúar 1950, er Helgi fórst á Faxaskeri, og kona hans Hulda Hallgrímsdóttir frá Skálanesi í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 28. september 1919 í Bæjarstæði þar, d. 15. desember 1988.

Börn Huldu og Gústafs:
1. Hrefna Gústafsdóttir, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, síðast í Eyjum, d. 10. desember 1971.
2. Linda Gústafsdóttir, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
3. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
4. María Gústafsdóttir, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.

Börn Huldu og Þórarins Ágústs Jónssonar:
5. Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1958, d. 12. ágúst 2015.
6. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, f. 25. júní 1959.
7. Gústaf Adólf Þórarinsson, f. 13. maí 1963.

Friðrikka Ingibjörg var með foreldrum sínum fyrstu þrjú ár sín, en faðir hennar fórst, er hún var á fjórða ári sínu. Hún var með móður sinni og síðar henni og Þórarni Ágústi, síðari manni hennar.
Þau Sæbjörn giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Miðstræti 19, Foldahraun 41, við Búhamar 35, búa nú við Foldahraun.

I. Maður Friðrikku, (5. janúar 1968), er Sæbjörn Jónsson, sjómaður, f. 4. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Friðrik Örn Sæbjörnsson, f. 5. apríl 1967.
2. Lilja Rut Sæbjörnsdóttir, f. 28. október 1968.
3. Óðinn Sæbjörnsson, f. 25. júní 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.