Jón Hafliðason (Bergstöðum)

From Heimaslóð
(Redirected from Jón Hafliðason)
Jump to navigation Jump to search

Jón Hafliðason, Bergsstöðum, fæddist í Mýrdal þann 2. febrúar 1887 og lést 13. júlí 1972. Jón fór til Vestmannaeyja árið 1903 og var sjómaður á opnu skipunum þar til vélbátarnir komu. Þá kaupir hann bát með fleiri mönnum, var það Haukur. Formennsku byrjar Jón árið 1913 með Siggu. Eftir það var Jón meðal annars með Njál og Björg en þann bát missti Jón í suðaustan ofviðri árið 1924. Í kjölfarið hætti Jón formennsku. Jón bjó í Reykjvík er hann lést, 85 ára gamall.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Jón Hafliðason á Bergstöðum, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 2. febrúar 1887 í Fjósum í Mýrdal og lést 13. júlí 1972.
Faðir hans var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í Prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.

Móðir Jóns og síðari kona, (25. október 1884), Hafliða Narfasonar var Guðbjörg húsfreyja, f. 25. apríl 1855 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 11. mars 1931, Jónsdóttir bónda í Kaldrananesi í Mýrdal og Breiðuhlíð, f. 17. júlí 1819 í Stóra-Dal í Mýrdal, d. 29. mars 1871, Arnoddssonar bónda í Stóra-Dal, f. 8. mars 1789 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. mars 1868, Jónssonar, og konu Arnodds, Guðbjargar húsfreyju, f. 5. apríl 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 27. maí 1860, Jónsdóttur.
Kona Jóns Arnoddssonar og móðir Guðbjargar húsfreyju í Fjósum var Katrín húsfreyja, f. 17. ágúst 1825 á Hunkubökkum á Síðu, d. 28. júní 1892, Einarsdóttir bónda í Fjósum, f. 30. mars 1802 á Hunkubökkum, d. 15. ágúst 1879, Þorsteinssonar og konu Einars Guðlaugar húsfreyju, f. 8. janúar 1802 á Núpstað, d. 3. ágúst 1843 Jónsdóttur.

I. Börn Hafliða Narfasonar og fyrri konu hans Guðrúnar Þorsteinsdóttur í Eyjum:
1. Guðrún á Kiðjabergi móðir
a) Jóhanns Óskars Alexis Ágústssonar, (Alla rakara),
b) Guðrúnar Ágústu á Kiðjabergi konu Willums Andersen og
c) Jóhönnu konu Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
2. Þorsteinn Hafliðason skósmiður, faðir
a) Þórunnar Jakobínu konu Marinós Jónssonar,
b) Bjarna Eyþórs,
c) Guðrúnar Síversen og
d) Hafsteins símstjóra.
3. Þórunn Jakobína Hafliðadóttir húsfreyja á Eyjarhólum, móðir
a) Guðlaugs og systkina hans.
II. Börn Hafliða Narfasonar og síðari konu hans Guðbjargar Jónsdóttur í Eyjum:
1. Guðjón Hafliðason á Skaftafelli, faðir Skaftafellssystkina,
2. Jón Hafliðason á Bergstöðum faðir
a) Borgþórs H. Jónssonar veðurfræðings,
3. Karólína Margrét húsfreyja, síðar í Hafnarfirði, móðir
a) Vilhjálms Gríms Skúlasonar prófessors.

Jón var með foreldrum sínum í Fjósum til 1896, var tökubarn á Dýrhólum í Mýrdal og síðan vinnumaður þar 1896-1905.
Hann flutti til Eyja 1905, var vinnumaður í London 1906 og 1907, síðan sjómaður, útgerðarmaður og skipstjóri, en síðan verkamaður.
Þau Sigríður giftu sig 1910, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Bergstöðum, en fluttu til Reykjavíkur 1940.
Sigríður lést 1970 og Jón 1972.

I. Kona Jóns, (15. september 1910 í Reykjavík), var Sigríður Bjarnadóttir frá Hraunbæ í Álftaveri, húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970.
Börn þeirra:
1. Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson sjómaður, verslunarmaður, síðast á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1911 á Bergstöðum, d. 11. apríl 1974.
2. Margrét Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9. febrúar 1913, d. 1. febrúar 1981.
3. Borgþór Hafsteinn Jónsson veðurfræðingur, f. 9. apríl 1924 á Bergstöðum, d. 12. nóvember 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.