Jón Kristjánsson (Kirkjubóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Kristjánsson frá Kirkjubóli, prentari, prentsmiðjustjóri, kaupmaður fæddist 26. febrúar 1929 á Heiði við Sólhlíð 19 og lést 18. júní 1999 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hans voru Kristján Kristófersson húsgagnabólstrari, f. 4. febrúar 1901, d. 8. ágúst 1983, og kona hans Þóra Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1902, d. 10. ágúst 1994.

Börn Þóru og Kristjáns:
1. Valdimar Þórarinn Kristjánsson, f. 9. maí 1927 á Hofsstöðum, d. 3. október 2015. Kona hans Guðrún K. Þorgeirsdóttir.
2. Jón Kristjánsson, f. 26. febrúar 1929 á Heiði, d. 1999. Kona hans Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.
3. Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir, f. 31. október 1931 á Þingvöllum, d. 15. mars 2018. Maður hennar Bergur Heiðmar Vilhjálmsson.
Fósturbarn þeirra, barn Valdimars sonar þeirra:
4. Kristján Þór Valdimarsson, f. 11. apríl 1955. Kona hans Íris Jónsdóttir, látin.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1946, nam prentiðn í Prentsmiðjunni Eyrúnu.
Jón varð prentari í Ísafoldarprentsmiðju 1956, varð verkstjóri þar 1962 og prentsmiðjustjóri 1972 og gegndi því starfi til 1976, er þau Ingibjörg stofnuðu bóka- og ritfangaverslunina Emblu í Drafnarfelli og ráku hana í 17 ár.
Jón starfaði mikið í íþróttahreyfingunni, varð formaður handknattleiksdeildar Vals árið 1959 og sat í stjórn deildarinnar óslitið til ársins 1966. Þá sat hann í aðalstjórn félagsins frá árinu 1967 til 1971 og aftur árin 1975 og 1976. Hann sat um nokkurt skeið í stjórn Handknattleikssambands Íslands og lét um árabil unglingastarfið innan sambandsins einkum til sín taka. Kom hann t.d. að málum, þegar unglingalandslið Íslands varð Norðurlandameistari í fyrsta sinn 1971. Þá sat hann um árbil í aganefnd HSÍ. Jón kom mjög við sögu Valsblaðsins á sínum tíma og sat m.a. í ritnefnd þess um skeið.
Þau Inibjörg (Inga) giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubóli, en fluttu til Reykjavíkur 1954 og bjuggu í fyrstu á Reykjavíkurvegi 25, en lengst á Rauðalæk 45.
Jón lést 1999 og Ingibjörg 2020.

I. Kona Jóns, (4. júlí 1954), var Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir frá Inólfshvoli, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 7. nóvember 1934, d. 22. mars 2020.
Börn þeirra:
1. Jón Ingi Jónsson, f. 10. janúar 1955, d. 17. janúar 1955.
2. Karl Jónsson framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 29. febrúar 1956. Kona hans Guðrún H. Aðalsteinsdóttir.
3. Þóra Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1957. Fyrrum maður hennar Einar Guðmundsson. Maður hennar Grétar Viðar Grétarsson.
4. Kristján Jónsson myndlistarmaður, f. 21. júní 1960. Barnsmóðir hans Dísa Anderiman. Kona hans Diljá Þórhallsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.