Valdimar Þ. Kristjánsson (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Valdimar Þórarinn Kristjánsson.

Valdimar Þórarinn Kristjánsson kennari, húsgagnasmiður fæddist 9. maí 1927 á Hofsstöðum við Brekastíg 30 og lést 3. október 2015 í Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Kristján Kristófersson húsgagnabólstrari, f. 4. febrúar 1901, d. 8. ágúst 1983, og kona hans Þóra Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1902, d. 10. ágúst 1994.

Börn Þóru og Kristjáns:
1. Valdimar Þórarinn Kristjánsson, f. 9. maí 1927 á Hofsstöðum, d. 3. október 2015. Kona hans Guðrún K. Þorgeirsdóttir.
2. Jón Kristjánsson, f. 26. febrúar 1929 á Heiði, d. 1999. Kona hans Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.
3. Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir, f. 31. október 1931 á Þingvöllum, d. 15. mars 2018. Maður hennar Bergur Heiðmar Vilhjálmsson.
Fósturbarn þeirra, barn Valdimars sonar þeirra:
4. Kristján Þór Valdimarsson, f. 11. apríl 1955. Móðir hans var Laufey Guðmundsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1923, d. 20. desember 1981. Kona Kristjáns Þórs var Íris Jónsdóttir, látin.

Valdimar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1942-1944, nam í Iðnskólanum á Akureyri 1945, Iðnskólanum í Eyjum 1951, fékk meistarabréf í húsgagnasmíði 1953, lauk handavinnukennaraprófi 1970.
Valdimar var handavinnukennari í Gagnfræðaskólanum 1955-1966 og 1970-1975, var stundakennari í iðnteikningu við Iðnskólann í Eyjum 1957-1958, stundakennari í Laugalækjarskóla í Reykjavík 1966-1969, kennari í Fellaskóla þar frá 1975 til starfsloka vegna aldurs.
Valdimar sat í stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja um árabil frá 1957.
Hann eignaðist barn með Laufeyju 1955.
Þau Guðrún Kristín giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vestmannabraut 33 , síðan á Heiðarvegi 9b og við Gos 1973, fluttu til Reykjavíkur 1975, bjuggu í Keilufelli.

I. Barnsmóðir Valdimars var Laufey Guðmundsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1923, d. 20. desember 1981.
Barn þeirra:
1. Kristján Þór Valdimarsson innkaupastjóri, f. 11. apríl 1955. Kona hans Íris Jónsdóttir, látin.

II. Kona Valdimars, (1. júlí 1955), var Guðrún Kristín Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1927 í Kaupangi, d. 4. júní 2010.
Börn þeirra:
2. Óðinn Valdimarsson (kjörsonur), bókagerðarmaður, verslunarmaður, f. 9. september 1959. Barnsmóðir hans Sigrún Ása Ásmundsdóttir. Fyrrum kona hans Areewan Im-Arb. Fyrrum sambúðarkona hans Bunrom Kaewmee.
3. Þröstur Valdimarsson, rafeindavirki, f. 22. janúar 1963, d. 19. júní 2005.
4. Sóley Valdimarsdóttir leikskólastjóri, f. 14. mars 1969. Barnsfaðir hennar Halldór Valur Geirsson. Barnsfaðir Ragnar Jón Grétarsson. Fyrrum sambýlismaður hennar Bjarni Kristjánsson.
Barn Guðrúnar Kristínar frá fyrra hjónabandi:
5. Þorgeir Sturla Jósepsson verslunarmaður, f. 2. september 1944, d. 19. október 1971. Barnsmóðir hans Hildur Dagsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. október 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.