Kristján Kristófersson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristján Kristófersson frá Stóra-Dal u. V.- Eyjafjöllum, verkamaður, bifreiðastjóri, húsgagnabólstrari fæddist þar 4. febrúar 1901 og lést 8. ágúst 1983.
Foreldrar hans voru Kristófer Þorleifsson bóndi í Stóra-Dal u. V.-Eyjafjöllum, f. 17. febrúar 1866, d. 2. mars 1947, og Auðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1865, d. 17. ágúst 1943.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku og flutti til Eyja 1926, var verkamaður við giftingu 1926 og 1930, bifreiðastjóri 1940, verkamaður 1945 og 1949. Hann vann lengi við húsgagnabólstrun.
Þau Þóra giftu sig 1926, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hofsstöðum við Brekastíg 30 í fyrstu, á Heiði við Sólhlíð 19, á Þingvöllum, í Nýjabæ, en lengst á Kirkjubóli og bjuggu þar til Goss. Síðast bjuggu þau á Melaheiði 15 í Kópavogi.
Kristján lést 1983 og Þóra 1994.

I. Kona Kristjáns, (30. desember 1926), var Þóra Valdimarsdóttir frá Litla-Árskógi við Eyjafjörð, húsfreyja, f. þar 20. júní 1902, d. 10. ágúst 1994.
Börn þeirra:
1. Valdimar Þórarinn Kristjánsson kennari, f. 9. maí 1927 á Hofsstöðum, d. 3. október 2015. Kona hans Guðrún K. Þorgeirsdóttir.
2. Jón Kristjánsson prentari, prentsmiðjustjóri, kaupmaður, f. 26. febrúar 1929 á Heiði, d. 18. júní 1999. Kona hans Ingibjörg Sigrún Karlsdóttir.
3. Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, talsímavörður, f. 31. október 1931 á Þingvöllum, d. 15. mars 2018. Maður hennar Bergur Heiðmar Vilhjálmsson.
Fósturbarn þeirra, barn Valdimars sonar þeirra:
4. Kristján Þór Valdimarsson innkaupastjóri, f. 11. apríl 1955. Móðir hans var Laufey Guðmundsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1923, d. 20. desember 1981. Kona Kristjáns Þórs var Íris Jónsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.