Kjartan Ólafsson (kennari)

From Heimaslóð
(Redirected from Kjartan Ólafsson kennari)
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Kjartan Ólafsson


Kjartan Ólafsson kennari.

Kjartan Ólafsson kennari fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 3. ágúst 1917 og lést 13. desember 1969.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson bóndi, f. 24. febrúar 1865, d. 30. janúar 1946 og kona hans Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933.

Börn Aðalheiðar og Ólafs í Eyjum:
1. Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1895, d. 27. júlí 1984, kona Guðmundar Jónssonar skósmiðs.
2.Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957, kona Carls Gränz málara- og trésmíðameistara.
3. Aðalheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990, kona Guðna Ólafssonar.
4. Óskar Ólafsson frá Hólnum við Landagötu, pípulagningamaður, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, maður Kristínar Jónsdóttur.
5. Jón Ólafsson sjómaður, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 1. apríl 1910, d. 7. nóvember 1937.
6. Ingólfur Ólafsson sjómaður, síðast í Görðum, f. 23. janúar 1914, d. 12. janúar 1941.
7. Guðmunda Ólafsdóttir vinnukona á Karlsbergi 1930, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 10. maí 1916, d. 17. júlí 1994.
8. Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917, d. 13. desember 1969. Kona hans var Sigríður Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja.

Kjartan lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1933, kennaraprófi 1944.
Hann var kennari við Barnaskólann 1945-1956 og Barnaskólann í Hafnarfirði frá 1956. Kennari var hann við kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum 1945-1954. Bókari var hann við Sparisjóð Vestmannaeyja 1946-1956, endurskoðandi Kaupfélags Verkamanna 1950-1952 og Kaupfélags Vestmannaeyja 1953-1956. Hann var virkur félagsmaður í samtökum barnakennara í Eyjum.
Á yngri árum tók hann ríkan þátt í íþróttastarfi í Eyjum.
Hann var afburða kennari, skýr og léttur í skapi, þurfti aldrei að hafa fyrir aga í bekk. Það reyndi skrifari, sem var nemandi hans í barnaskóla í nokkur ár.
Kjartan var með afbrigðum handlaginn og vann oft á sumrum við iðnaðarstörf, einkum múrvinnu allskonar.
Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar 1956 og bjó á Sunnuvegi.
Kjartan kenndi í barnaskólanum (Lækjarskóla) frá 1956 til dd. Hann var formaður Kennarafélags Hafnarfjarðar um árabil, Byggingafélags alþýðu í Hafnarfirði um skeið, var fulltrúi á mörgu þingum B. S. R. B. og í stjórn þess 1968-dd.

I. Kona Kjartans, (30. janúar 1943), var Sigríður Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja, ættuð úr Hafnarfirði, f. 6. mars 1915, d. 5. nóvember 1971.
Börn þeirra:
1. Inga Þyrí Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. maí 1943 í Hafnarfirði.
2. Erna Björg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1947 á Reyni, Bárugötu 5.
3. Gréta Kjartansdóttir húsfreyja, f. 19. október 1952.

ÍRÓTTAMENN úr Tý, talið frá vinstri: 1. Sigurður Guðlaugsson, Rafnseyri, Ve., 2. Guðmundur Magnússon, Vesturhúsum, 3. Kjartan Ólafsson, Hólnum við Landagötu, 4. Magnús Guðmundsson, Sjólyst.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.