Sæmundur Steindórsson (Staðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sæmundur og Soffía Sigríður.

Sæmundur Steindórsson bóndi, steinsmiður fæddist 22. október 1847 í Stóru-Sandvík í Flóa og lést 2. febrúar 1919.
Foreldrar hans voru Steindór Hannesson bóndi, f. 1818 á Flóagafli í Flóa, d. 12. janúar 1875, og kona hans Arnþrúður Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1825 á Auðsholti í Ölfusi, d. 6. júlí 1897 á Egilsstöðum þar.

Sæmundur eignaðist barn með Sigríði 1866.
Hann átti barn með Höllu 1870.
Hann var vinnumaður í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi 1880 og þar var Soffía vinnukona. Hann var húsmaður og bóndi á Miðhúsum í Flóa 1890 með Soffíu og börnunum Steindóri og Einari. Þau Soffía byggðu Götuhús á Stokkseyri 1897 og bjuggu þar. Sæmundur vann meðal annars við byggingu brúnna yfir Þjórsá og Ölfusá.
Þau fluttust að Staðarfelli 1912, bjuggu á Rafnseyri 1913 og 1914, voru í Jóhannshúsi við Vesturveg 1915 og 1916, á Staðarfelli 1917 og 1918.
Sæmundur lést 1919 og Soffía 1937.

I. Barnsmóðir Sæmundar var Sigríður Eyjólfsdóttir húskona í Hrunamannahreppi, f. 28. febrúar 1841 í Hvítárholti þar, d. 6. júní 1934.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Sæmundsdóttir, f. 15. ágúst 1866, d. 27. nóvember 1868.

II. Barnsmóðir Sæmundar var Halla Bjarnadóttir ljósmóðir, f. 12. ágúst 1837 á Valdastöðum í Flóa, d. 8. febrúar 1906 á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson bóndi á Valdastöðum, f. 1803 á Ásgautsstöðum í Flóa, d. 28. mars 1856, og kona hans Helga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1794 í Kolferju í Flóa, d. 1. júní 1878 í Stóru-Sandvík.
Barn þeirra var
2. Sæmundur Bjarni Sæmundsson bóndi á Leiðólfsstöðum, f. 9. febrúar 1870, d. 28. janúar 1918. Kona hans var Hildur Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1865, d. 2. október 1942.

II. Kona Sæmundar, (16. október 1874), var Soffía Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1848 í Bollagörðum á Seltjarnarnesi, d. 4. apríl 1937 á Selfossi.
Börn þeirra:
3. Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 10. júlí 1878 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, d. 15. maí 1965 á Selfossi. Maður hennar var Símon Jónsson bóndi, trésmiður, f. 7. maí 1864, d. 24. september 1937.
4. Steindór Sæmundsson bifreiðastjóri, f. 26. janúar 1881 í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi, d. 9. ágúst 1948.
5. Einar Sæmundsson byggingameistari, f. 9. desember 1884 í Kálfhaga í Stokkseyrarhreppi, d. 14. desember 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.