Sigurður Einir Kristinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Einir Kristinsson frá Eyrarbakka, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 30. september 1939 á Skúmsstöðum þar.
Foreldrar hans voru Kristinn Eyjólfur Vilmundarson verkamaður, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desemer 1945, og sambúðarkona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1913, d. 15. desember 2013.

Börn Guðrúnar og Kristins:
1. Stúlka, f. 6. desember 1936 á Arnarhóli í V.-Landeyjum, d. sama dag.
2. Vilmundur Þórir Kristinsson, f. 31. október 1937 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir. Barnsmóðir hans Lísbet Sigurðardóttir.
3. Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Maður hennar Gísli Anton Guðmundsson.
4. Sigurður Einir Kristinsson, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Bergþóra Jónsdóttir frá Mandal. Fyrrum kona hans Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona hans Erna Alfreðsdóttir.
5. Drengur, f. 1. ágúst 1945, dó e. 3. klst.

Sigurður var með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Sigurður var 6 ára.
Hann flutti til Eyja 17 ára, vann í Vinnslustöðinni, varð sjómaður, fékk skipstjórnarréttindi og var stýrimaður, skipstjóri. Hann eignaðist Sigurfara VE-138 með Viðari Sigurbjörnssyni 1975 og gerði hann út í tvö ár.
Sigurður var skipstjóri á Reyni VE-15, gerðum út frá Þorlákshöfn, síðar var hann skipstjóri í Keflavík.
Þau Bergþóra giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn og Sigurður fóstraði barn Bergþóru. Þau bjuggu í Mandal við Njarðarstíg 18, en skildu samvistir 1984.
Þau Kolbrún giftu sig um 1986, bjuggu í Þorlákshöfn. Þau eignuðust ekki börn saman, en Sigurður fóstraði þrjú börn hennar. Þau skildu eftir 10 ára sambúð.
Þau Erna Alfreðsdóttir hafa verið í sambúð, eiga ekki börn saman, en Sigurður er stjúpfaðir barna hennar frá fyrra hjónabandi. Þau búa við Hásteinsveg 62.

I. Kona Sigurðar, (14. október 1967, skildu), er Bergþóra Jónsdóttir eldri frá Mandal, f. 28. september 1945.
Börn þeirra:
1. Jón Berg Sigurðsson sjómaður, f. 20. júní 1967. Fyrrum kona hans Anna Einarsdóttir. Kona hans Brynja Hjaltadóttir úr Landeyjum.
2. Guðrún Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. júní 1970. Maður hennar Sigurður Þór Símnonarson frá Vík í Mýrdal, sjómaður, f. 13. apríl 1971.
3. Þóra Sigríður Sigurðardóttir kennari, f. 2. nóvember 1979, ógift, barnlaus.
Dóttir Bergþóru og Geirs Friðbjarnarsonar og fósturbarn Sigurðar er
4. Svandís Geirsdóttir vinnur við fiskiðnað, f. 2. desember 1965. Maður hennar Ingi Grétarsson úr Reykjavík.

II. Fyrrum kona Sigurðar er Kolbrún Jenný Sigurjónsdóttir frá Eyrarbakka, f. 22. júní 1947. Þau skildu e. 10 ára hjónaband.
Börn hennar og fósturbörn Sigurðar:
5. Sigurjón Guðmarsson, f. 27. maí 1970.
6. Guðný Jóna Guðmarsdóttir, f. 28. maí 1972.
7. Ólafur Hlynur Guðmarsson, f. 28. mars 1978.

III. Sambúðarkona Sigurðar er Erna Alfreðsdóttir húsfreyja, starfsmaður á Pósthúsinu, f. 22. nóvember 1942.
Börn Ernu frá hjónabandi hennar:
1. Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir skrifstofumaður, f. 8. september 1959.
2. Aðalheiður Björgvinsdóttir skrifstofumaður, f. 31. október 1963.
3. Sigfríð Björgvinsdóttir skrifstofumaður, f. 10. september 1966.
4. Guðný Björgvinsdóttir verslunarmaður, f. 10. september 1966.
5. Harpa Björgvinsdóttir iðjuþjálfi í Hafnarfirði, f. 15. október 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.