Kristinn Vilmundarson (Hjarðarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristinn Eyjólfur Vilmundarson frá Hjarðarholti, sjómaður, verkamaður á Eyrarbakka fæddist 2. febrúar 1911 og lést 24. desember 1945.
Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Pálína Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.
Fósturforeldrar Kristins voru Jóhann Tómasson og Katrín Jónsdóttir bændur á Arnarhóli.


ctr
Fjölskyldan frá Hjarðarholti.

Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir, Pálína Þuríður Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir.
Óþekktur ljósmyndari. Myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Kristinn var alinn upp á Arnarhóli í V.-Landeyjum frá tveggja ára aldri, var þar 1922, var vinnumaður þar 1925, vinnumaður á Grímsstöðum þar 1926 og enn 1931, vinnumaður á Arnarhóli 1932 og enn 1936.
Hann flutti til Eyrarbakka 1937.
Þau Guðrún hófu sambúð, eignuðust barn á Arnarhóli 1936, en misstu það fjórum klukkustundum eftir fæðingu þess.
Þau fluttu til Eyja. Kristinn var sjómaður þar 1937, en þau fluttu til Eyrarbakka á því ári, eignuðust þar þrjú börn, þar af eina tvíbura. Þau bjuggu á Skúmsstöðum.
Kristinn lést 1945 og Guðrún 2013.

I. Sambúðarkona Kristins var Guðrún Guðjónsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. þar 16. mars 1913, d. 15. desember 2013.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 6. desember 1936 á Arnarhóli í V.-Landeyjum, d. sama dag.
2. Vilmundur Þórir Kristinsson, f. 31. október 1937 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir. Barnsmóðir hans Lísbet Sigurðardóttir.
3. Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Maður hennar Gísli Anton Guðmundsson.
4. Sigurður Einir Kristinsson, tvíburi, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Bergþóra Jónsdóttir frá Mandal. Fyrrum kona hans Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona hans er Erna Alfreðsdóttir.
5. Drengur, f. 1. ágúst 1945, dó e. 3. klst.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. desember 2013. Minning Guðrúnar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurður Einir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.