Sigurður Georgsson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður í brúnni á Suðurey.

Sigurður Georgsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. mars 1941. Sigurður er sonur Georgs Skæringssonar og Sigurbáru Sigurðardóttur. Sigurður býr að Höfðavegi 9. Sigurður er giftur Fríðu Einarsdóttur og eiga þau 5 börn.

Þau bjuggu í Austurhlíð 1 þegar byrjaði að gjósa 23. janúar 1973 ásamt þremur börnum sínum.

Sigurður Georgsson var aflakóngur Vestmannaeyja 1984-1986 og 1988 á Suðurey VE-500.

Frekari umfjöllun

Sigurður Georgsson frá Vegbergi við Skólaveg 32, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 1. mars 1941 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 4. febrúar 2023 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Georg Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, verkamaður, smiður, húsvörður, f. þar 30. ágúst 1915, d. 16. mars 1988, og kona hans Sigurbára Júlía Sigurðardóttir frá Háarima í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, ræstitæknir, f. þar 31. júlí 1921, d. 3. september 2017.

Börn Sigurbáru og Georgs:
1. Kristín Georgsdóttir húsfreyja, umboðsmaður, f. 14. nóvember 1939. Maður hennar Ólafur Oddur Sveinbjörnsson, látinn.
2. Sigurður Georgsson skipstjóri, f. 1. mars 1941. Kona hans Guðný Fríða Einarsdóttir.
3. Þráinn Einarsson skrifstofustjóri, f. 20. nóvember 1942. Kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir. Hann varð kjörsonur Einars Skæringssonar og Guðríðar Konráðsdóttur.
4. Skæringur Georgsson húsasmiður, skrifstofumaður, f. 2. maí 1944. Kona hans Sigrún Óskarsdóttir.
5. Vignir Georgsson stúdent, f. 6. maí 1946, d. 25. apríl 1968.
6. Guðfinna Georgsdóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1950. Fyrrum maður hennar Óskar Kristinsson.
7. Sigmar Georgsson verslunarstjóri, f. 1. apríl 1950. Kona hans Edda Angantýsdóttir.
8. Ingimar Heiðar Georgsson bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 12. maí 1960. Kona hans Hjördís Inga Arnarsdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, síðan í Steinholti við Kirkjuveg 9a og á Vegbergi.
Hann lauk I. stigi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1959 og II. stigi 1981.
Sigurður stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri. Hann var skipstjóri, reri lengstan hluta starfsferils síns hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, síðar hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Hann hóf eigin útgerð 1972 á Heimaey VE 1 með Einari Sigurðssyni og síðar með Jóni Valgarði Guðjónssyni með skipið Gunnar Jónsson VE 555. Hann var aflakóngur Vestmannaeyja 1984-1986 og 1988 á Suðurey VE-500.
Þau Guðný Fríða giftu sig 1962, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sætúni við Bakkastíg 10, við Austurhlíð 1 við Gos 1973, um skeið í Steini við Miðstræti 15, en síðan við Höfðaveg 9.
Sigurður lést 2023.

I. Kona Sigurðar, (2. júní 1962), er Guðný Fríða Einarsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, f. 12. júní 1941.
Börn þeirra:
1. Jón Ingi Sigurðsson vélstjóri, tæknistjóri á Sauðárkróki, f. 21. október 1959. Kona hans Elísabet Hrönn Pálmadóttir.
2. Sigurbára Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari í Kópavogi, f. 1. apríl 1963. Maður hennar Óskar Friðbjörnsson.
3. Adda Jóhanna Sigurðardóttir leikskólakennari, hótelrekandi, f. 6. ágúst 1964. Maður hennar Magnús Bragason.
4. Vigdís Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, f. 14. nóvember 1973. Maður hennar Erlingur Birgir Richardsson.
5. Lilja Sigurðardóttir skrifstofumaður á Sauðarkróki, f. 19. apríl 1981. Maður hennar Rúnar Hjartarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.