Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir.

Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir frá Steinholti, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 7. janúar 1921 í Steinholti og lést 13. apríl 1997 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður, f. 23. júlí 1883 á Seyðisfirði, d. 22. janúar 1972 í Reyjkavík og kona hans Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1885 í Mandal, d. 3. mars 1957 í Reykjavík.

Systkini hennar voru:
1. Ingi Kristmanns bankagjaldkeri, bankaritari, f. 13. nóvember 1905, d. 31. desember 1974.
2. Rósa Kristmannsdóttir, f. 15. apríl 1908, skírð 5. júní 1908. Hún var ekki með foreldrum sínum í Steinholti í lok árs 1908 né síðar, - finnst ekki lífs né liðin.
3. Júlíana Kristín Kristmannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. júlí 1910, d. 10. janúar 1990.
4. Karl Kristmanns kaupmaður, f. 21. nóvember 1911, d. 19. janúar 1958.
5. Magnea Þórey Kristmannsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1915, d. 6. ágúst 1955.
6. Huld Kristmannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. febrúar 1917, d. 10. maí 2010.
7. Alexander Kristmannsson járnsmiður í Reykjavík, f. 17. apríl 1919, d. 4. ágúst 1956.
8. Ágúst Kristmannsson, f. 11. ágúst 1922, d. 28. júlí 1928.

Sigurveig Þóra var með fjölskyldu sinni í æsku og fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1933. Þar bjó hún síðan. Hún var húsfreyja og um skeið vann hún hjá Ríkisendurskoðun.

Maður hennar, (8. október 1938), var Jón Þórðarson endurskoðandi, f. 7. janúar 1915, d. 23. maí 1973.
Börn þeirra hér:
1. Agnar Jónsson, f. 17. júní 1939. Maki hans er Jóna Gunnarsdóttir.
2. Erla Jónsdóttir lögfræðingur, hæstaréttarritari, f. 14. maí 1944, d. 15. janúar 2012. I. Maki hennar var Allan V. Magnússon lögfræðingur. II. Maki hennar var Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræðingur.
3. Þórný Jónsdóttir, f. 2. október 1948. Maki hennar er Skafti S. Stefánsson.
4. Jónína Jónsdóttir, f. 14. mars 1952. Maki hennar er Guðmundur H. Guðmundsson.
5. Magnús Þór Jónsson, f. 19. apríl 1962. Maki hans er Margareta Bloom.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.