Kristmann Þorkelsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður í Steinholti fæddist 23. júlí 1883 á Seyðisfirði og lést 22. janúar 1972.
Foreldrar hans voru Þorkell Eiríksson sjómaður á Gjábakka eystri 1910, f. 16. febrúar 1853 í Reykjavík, d. 18. apríl 1920 og kona hans Sigurveig Samsonardóttir húsfreyja, f. 26. mars 1854 í Svalbarðssókn í N-Þing., d. 7. ágúst 1930.

Börn Sigurveigar og Þorkels,-í Eyjum:
1. Kristmann Agnar Þorkelsson yfirfiskimatsmaður, f. 23. júlí 1883, d. 22. janúar 1972.
2. Friðbjörn Þorkelsson sjómaður, f. 25. ágúst 1885 á Seyðisfirði, d. 4. maí 1957.
3. Eirikka Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 14. júlí 1888 í Reykjavík, d. 3. desember 1970.
4. Aðalbjörg Jónína Dóróthea Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1892 í Reykjavík, d. 5. nóvember 1965.
5. Dagmar Þorkelsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 25. september 1897 í Reykjavík, d. 22. febrúar 1983.

Kristmann var með foreldrum sínum í Garðhúsabæ í Reykjavík 1890, með þeim í „Sauðagerði c nýja húsinu“ þar 1901.
Hann fluttist til Eyja 1904 frá Reykjavík, 23 ára verslunarmaður. Hann kvæntist Jónínu 1905, bjó með henni á Garðstöðum við fæðingu Ingibergs Sigurjóns (Inga), var kominn að Steinholti 1906.
Á næstu árum var heimili þeirra fjölmennt bæði af vinnufólki þeirra og ættingjum.
Kristmann starfaði við Brydeverslun á meðan hún lifði. Hann vann síðan hjá Ísfélaginu, fékkst við útgerð og var yfirfiskimatsmaður. Einnig var hann bæjargjaldkeri um skeið.
Af félagsmálastarfsemi hans bar hæst þátttaka í félagi útvegsmanna og í bindindishreyfingunni.
Þau Jónína eignuðust 9 börn, misstu Rósu líklega á fyrsta ári og Ágúst 6 ára.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1933 og þar vann Kristmann við útgerð frá Sandgerði og síðan verslunarstörf í Edinborg.
Kristmann lést 1972.

ctr


Jónína Jónsdóttir, Kristmann Þorkelsson og börn þeirra.
Frá vinstri: Sigurveig Þóra, Alexander, Magnea Þórey, Karl, Júlíana Kristín, Huld, Ingibergur Sigurjón.


Kona Kristmanns, (17. júní 1905), var Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1885, d. 3. mars 1957.
Börn þeirra voru:
1. Ingi Kristmanns bankagjaldkeri, bankaritari, f. 13. nóvember 1905, d. 31. desember 1974.
2. Rósa Kristmannsdóttir, f. 15. apríl 1908, skírð 5. júní 1908. Hún var ekki með foreldrum sínum í Steinholti í lok árs 1908 né síðar, - finnst ekki lífs né liðin.
3. Júlíana Kristín Kristmannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. júlí 1910, d. 10. janúar 1990.
4. Karl Kristmanns kaupmaður, f. 21. nóvember 1911, d. 19. janúar 1958.
5. Magnea Þórey Kristmannsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1915, d. 6. ágúst 1955.
6. Huld Kristmannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. febrúar 1917, d. 10. maí 2010.
7. Alexander Kristmannsson járnsmiður í Reykjavík, f. 17. apríl 1919, d. 4. ágúst 1956.
8. Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir húsfreyja, skrifstofukona í Reykjavík, f. 7. janúar 1921, d. 13. apríl 1997.
9. Ágúst Kristmannsson, f. 11. ágúst 1922, d. 28. júlí 1928.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.