Stefán Jóhannes Þorláksson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefán Jóhannes Þorláksson verkamaður fæddist 30. október 1844 á Kallsstöðum í Berufirði, S-Múl. og lést 29. október 1893.
Foreldrar hans voru Þorlákur Vigfússon vinnumaður, síðar bóndi, f. 13. nóvember 1805, d. 12. ágúst 1847, og Steinunn Oddsdóttir vinnukona á Kallsstöðum, síðar húsfreyja á Hofi í Öræfum og Oddsstöðum, f. 22. janúar 1824, d. 12. febrúar 1906.

Hálfsystkini Stefáns Jóhannesar í Eyjum, (sammædd), voru:
1. Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen húsfreyja í Frydendal, f. 4. júní 1855, d. 30. ágúst 1930.
2. Sveinn Árnason Skaftfell, f. 6. október 1859. Hann fluttist til Vesturheims 1900.
3. María Árnadóttir, f. 8. maí 1861, d. 24. janúar 1878.
4. Oddur Árnason, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896.
5. Þorgerður Árnadóttir, síðar í Vesturheimi, - tvíburi við Odd, f. 30. júní 1865.

Stefán Jóhannes var með foreldrum sínum, vinnufólki á Kallsstöðum í Berufirði 1845, var tökupiltur á Stekkjum 1851, kom þá 7 ára til foreldra sinna í Berufirði. Hann fór með þeim frá Berunesi að Bæ í Lóni 1852, var með móður sinni, Árna stjúpa sínum og hálfsystkinum sínum Önnu og Oddi (eldri) í Papey 1855.
Hann kom að Landlyst 1861, vinnudrengur frá Breiðdal í S-Múl., var í Landlyst 1862, var vinnumaður í Juliushaab 1863 og enn 1867, í Godthaab 1868. 1869 var hann 24 ára vinnumaður í Garðinum. Þar var Jóhanna Magnúsdóttir 20 ára vinnukona. 1870 var hann vinnumaður í Kornhól. Þau Jóhanna giftust 1871, og 1872 og 1873 var Stefán Jóhannes húsmaður á Vilborgarstöðum hjá Oddnýju Þórðardóttur tengdamóður sinni.
Þau Jóhanna fóru til Kaupmannahafnar 1874 með Magnús og Steinunni, ásamt Oddnýju móður Jóhönnu. Þau bjuggu þar í 5 ár, komu að Oddeyri á Akureyri 1879, hann skráður tómthúsmaður.
Hann var búandi verkamaður, sjómaður á Akureyri 1880, var á Seyðisfirði 1884, fór til Vesturheims 1887 frá Oddeyri á Akureyri samkvæmt sóknarskrá, en Jóhanna var þar sögð fara frá Seyðisfirði með Magnús, Steinunni, Þorlák og Jóhannes, en það varð 1888 og Magnús var ekki skráður við brottför þar.
Stefán lést 1893.

Kona Stefáns Jóhannesar, (14. maí 1871), var Jóhanna Magnúsdóttir frá Vilborgarstöðum, f. 13. febrúar 1850.
Börn þeirra hér:
1. Magnús Stefánsson, f. 25. febrúar 1872. Hann fór til Vesturheims frá Seyðisfirði samkvæmt skýrslum Akureyrarsóknar, en er ekki nefndur í Vesturfaraskrá.
2. Steinunn Stefánsdóttir, f. 2. desember 1873. Hún fór til Vesturheims frá Vestdalseyri 1888.
3. Karítas Stefánsdóttir, f. 1876, d. 29. júlí 1882.
4. Fanney Stefánsdóttir, f. 10. september 1880, d. 18. apríl 1881.
5. Þorlákur Stefánsson, f. 18. febrúar 1884. Hann fór til Vesturheims frá Vestdal í Seyðisfirði 1888.
6. Jóhannes Stefánsson, f. 27. júní 1888. Hann fór til Vesturheims frá Vestdal í Seyðisfirði 1888.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.