Guðmundur Guðmundsson (Hákonarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Guðmundsson, frá Hákonarhúsi, bílasali, síðar bílapartasali, fæddist 12. október 1950.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Hákonarson sjómaður, húsasmiður, f. 20. september 1915 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 4. febrúar 2006, og kona hans Halldóra Kristín Björnsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1922 í Víðidal, d. 13. október 2021 í Hraunbúðum.

Börn Halldóru og Guðmundar:
1. Björn Bjarnar Guðmundsson, f. 11. nóvember 1941 á Kirkjuvegi 88, d. 11. október 2015. Fyrrum kona hans Þórey Þórarinsdóttir, fyrrum kona hans Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir. Kona hans Erna Guðmundsdóttir.
2. Halldór Ingi Guðmundsson, f. 14. október 1946 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Anna Þóra Einarsdóttir.
3. Guðmundur Guðmundsson, f. 12. október 1950 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Sigríður Stefánsdóttir.
4. Ólafur Guðmundsson, f. 27. janúar 1952 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Valgerður Karlsdóttir.
5. Eygló Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1956 að Kirkjuvegi 88. Maður hennar Þór Kristjánsson.
6. Bjarni Ólafur Guðmundsson, f. 10. febrúar 1963 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Guðrún Marý Ólafsdóttir.
7. Þröstur Guðmundsson, f. 17. janúar 1965 á Kirkjuvegi 88.

Guðmundur eignaðist barn með Svanhildi Guðrúnu 1969.
Hann eignaðist barn 1974 með Ann Mary.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir, f. 28. október 1951, d. 4. júlí 2019.
Barn þeirra:
1. Halldór Grétar Guðmundsson, f. 12. september 1969.

II. Barnsmóðir Guðmundar var Ann Mary Berg frá Færeyjum, látin.
Barn þeirra:
2. Linda Rós Guðmundsdóttir Berg, býr í Eyjum, f. 2. desember 1974 í Færeyjum.

III. Kona Guðmundar er Sigríður Stefánsdóttir, f. 6. júlí 1952. Foreldrar hennar Stefán Þórarinn Gunnlaugsson, f. 17. ágúst 1918, d. 7. september 1999, og Hulda Andrésdóttir, f. 27. febrúar 1915, d. 13, október 1975.
Börn þeirra:
3. Andri Vilhelm Guðmundsson, f. 22. maí 1986 í Rvk.
4. Guðmundur Kristján Guðmundsson, f. 22. maí 1988 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.