Sveinn Ketilsson (Arnarhóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinn Ketilsson verkamaður fæddist 29. september 1866 í Ásólfsskála og lést 17. desember 1957.
Faðir Sveins var Ketill bóndi í Ásólfsskála 1860, f. 7. ágúst 1827, d. 22. júlí 1920, Eyjólfsson bónda á Aurgötu og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842, Ketilssonar, og konu Eyjólfs, Jórunnar húsfreyju, f. 1804, Ólafsdóttur.
Móðir Sveins og kona Ketils bónda var Ólöf húsfreyja í Ásólfsskála 1870, f. 12. október 1829, d. 29. júlí 1911, Jónsdóttir í Miðskála undir Eyjafjöllum 1835, f. 1801, Jónssonar, og barnsmóður Jóns, Höllu vinnukonu í Miðskála, f. 1. júní 1796, d. 5. mars 1879, Högnadóttur.

Meðal barna Ketils Eyjólfssonar og Ólafar voru:
1. Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853, d. 2. júní 1947. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir.
2. Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum 1910 og 1920, síðar í Þorlaugargerði, f. 9. desember 1863, d. 12. maí 1959. Maður hennar var Friðjón Magnússon.
3. Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865, d. 23. febrúar 1948. Kona hans var Katrín Bjarnardóttir.
4. Sveinn Ketilsson verkamaður, f. 29. september 1866, d. 17. desember 1957, ókv.
5. Þuríður Ketilsdóttir húsfreyja í Úthlíð, f. 13. desember 1867, d. 8. september 1960. Maður hennar var Jón Stefánsson.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, með þeim og systkinum sínum í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, með þeim þar 1880 og 1890, vinnumaður í Holti þar 1901, á Moldnúpi þar 1910, hjá Katli bróður sínum í Ásólfsskála 1920.
Hann fluttist til Eyja 1921, bjó hjá Katli og Katrínu á Brattlandi 1927, var fiskverkamaður á Arnarhóli, Faxastíg 10 1930, var lausamaður á Brattlandi 1934. Hann er ekki á húsvitjanaskrá í Eyjum 1940, en kominn lausamaður á Arnarhól 1945, gamalmenni þar 1949.
Sveinn dvaldi á Sjúkrahúsinu við andlát 1957.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.