Þóra Einarsdóttir (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þóra Einarsdóttir vinnukona í Nýjabæ, húsfreyja á Kirkjubæ, fæddist 23. mars 1855 í Ormskoti u. Eyjafjöllum og lést 6. mars 1898.
Foreldrar hennar voru Einar Höskuldsson bóndi í Ormskoti, f. 29. september 1816, d. 17. nóvember 1869, og kona hans Gyðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1827, d. 13. maí 1892.

Þóra var afkomandi Gyðríðar Jónsdóttur húsfreyju á Lambafelli u. Eyjafjöllum dóttur Jóns bónda Natanaelssonar skólastjóra Gissurarsonar prests í Eyjum Péturssonar prests í Eyjum Gissurarsonar.
Einar faðir Þóru var hálfbróðir, (samfeðra), Erlendar bónda á Borgareyrum, föður
1. Guðrúnar Erlendsdóttur húsfreyju á Vesturhúsum konu Guðmundar Þórarinssonar bónda,
2. Þorgerðar Erlendsdóttur húsfreyju á Fögruvöllum konu Sigurðar Vigfússonar og
3. Guðmundar Erlendssonar hafnsögumanns í London, kvæntur Unu Guðmundsdóttur húsfreyju.

Þóra var með foreldrum sínum í Ormskoti 1860. Hún missti föður sinn 1869 og 1870 var hún niðursetningur í Skálakoti u. Eyjafjöllum.
Hún var vinnukona í Gularási í A-Landeyjum 1880.
Þóra fluttist til Eyja 1883, ógift vinnukona, til starfa í Garðinum, var ógift vinnukona í Godthaab 1890.

I. Maður Þóru, (30. október 1892), var Björn Jónsson bóndi á Kirkjubæ, f. 17. febrúar 1864, d. 26. febrúar 1894.
Barn þeirra var
1. Jóhanna Sigríður Björnsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði og Höfn í Hornafirði, f. 16. september 1893, d. 15. september 1977.

II. Barnsfaðir Þóru var Kristmundur Árnason sjómaður frá Búastöðum, þá vinnumaður í Nýjabæ, f. 2. júlí 1847, d. 19. desember 1935.
Barn þeirra var
2. Helga Kristmundsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi, f. 19. desmber 1897, d. 3. maí 1977.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.