Þórdís Elíasdóttir (Varmadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Una Þórdís Elíasdóttir frá Varmadal við Skólaveg 24, húsfreyja fæddist 13. febrúar 1938.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Liljan Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía P. Andersen.

Þórdís var með foreldrum sínum.
Hún vann við fiskiðnað, m.a. við síldarsöltun á Raufarhöfn.
Þau Önundur giftu sig 1964, bjuggu á Raufarhöfn, en fluttu til Eyja 1961, bjuggu í Varmadal og við Herjólfsgötu 9. Þau eignuðust fjögur börn og Önnundur átti eitt barn fyrir.
Þau gerðu út bátinn Þorstein GK 15 (seinna ÞH 115) ásamt fleiri frá 1970, en eignuðust hann síðar ein.
Þau fluttu til Raufarhafnar í Gosinu 1973.
Önundur lést 2023 á Húsavík.
Þórdís býr í Reykjavík.

I. Maður Unu Þórdísar, (31. desember 1964), var Önundur Kristjánsson frá Raufarhöfn, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður f. 11. febrúar 1933, d. 3. mars 2023.
Börn þeirra:
1. Elva Önundardóttir leikskólakennari, f. 12. júlí 1959. Maður hennar Páll Karlsson.
2. Freyja Önundardóttir útgerðarstjóri, f. 4. mars 1961. Fyrrum maður hennar Hilmar Þór Hilmarsson.
3. Kristján Marinó Önundarson verkamaður, f. 12. janúar 1963. Kona hans Þóra Björg Sigurðardóttir.
4. Sindri Önundarson tölvufræðingur, f. 5. júní 1971. Kona hans Ragnhildur Halla Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.