Hjalti Elíasson (Varmadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hjalti Elíasson frá Varmadal, rafvirki fæddist þar 25. júlí 1953.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía Andersen.

Hjalti lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1978. Meistari var Jónas Bergsteinsson. Hann nam í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1981-1984.
Hjalti var stýrimaður til um 2000, en vinnur síðan við rafvirkjun.
Þau Júlía giftu sig 1986, eignuðust ekki börn. Þau búa við Laugateig 16 í Reykjavík

I. Kona Hjalta, (31. desember 1986), er Júlía Petra Andersen innanhússarkitekt, f. 24. júní 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.