Atli Elíasson (Varmadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Atli Elíasson.

Atli Elíasson frá Varmadal, sjómaður, húsasmiður, framkvæmdastjóri fæddist þar 15. desember 1939 og lést 6. maí 2006 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1912 á Sunnuhvoli á Blönduósi, d. 19. júlí 2007.

Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía Andersen.

Atli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann við sjómennsku og fiskiðnað.
Þau Kristín fluttu á Selfoss 1959 þar sem Atli nam húsamíði. Þau fluttu til Njarðvíkur 1963, dvöldu þar í 8 mánuði og fluttu síðan til Eyja.
Atli var þá um nokkurra ára skeið sjómaður á Stefáni Þór VE 150 og á Hugni II VE 55.
Hann keypti Steypustöðina í Eyjum 1968, ásamt Birni Baldvinssyni, Jóhannesi Kristinssyni og Jóni Óskarssyni og við hana vann hann uns hún var seld 2005, en hann eignaðist fyrirtækið með Jóni Óskarssyni.
Við Gos vann Atli björgunarstörf og varð síðan starfsmaður Viðlagasjóðs og stjórnaði ásamt fleiri hreinsunarstörfum í Eyjum, en að því loknu vann hann við Steypustöðina.
Þau Kristín giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Selfossi, Njarðvíkum og í Eyjum, á Faxastíg 14 og Strembugötu 23, en síðast í Suðurgerði 2.
Atli lést 2006.
Kristín býr á Faxastíg 26.

I. Kona Atla, (19. september 1959), er Kristín Frímannsdóttir frá Selfossi, f. 15. mars 1941 á Grjótagötu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Frímann Einarsson frá Þingskálum í Keldnasókn, Rang., verkamaður, skáld, bóndi, f. 21. mars 1890 í Brennu í Flóa, d. 16. desember 1976, og síðari kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Kiðafelli í Kjós, húsfreyja, kennari, síðast í Hraunbúðum, f. 19. apríl 1895 á Grjóteyri í Kjós, d. 9. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 4. janúar 1960. Maður hennar Kristinn Ævar Andersen.
2. Elías Atlason rafiðnfræðingur, skrifstofumaður hjá Í.S.Í, f. 29. mars 1961. Kona hans Geirþrúður Þórðardóttir.
3. Freyr Atlason vélstjóri, f. 20. nóvember 1966. Barnsmóðir hans Guðbjörg Kristín Georgsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.