Þórdís Magnúsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja og prestkona að Ofanleiti fæddist 1788 á Þykkvabæjarklaustri og lést 3. sept. 1859 að Ofanleiti.

Faðir hennar var Magnús bóndi og klausturhaldari í Þykkvabæ í Álftaveri, f. um 1732, d. 26. nóv. 1802, Andrésson bónda í Eyvindarmúla í Fljótshlíð, f. 1695, Brynjólfssonar bónda í Múla þar, f. 1671, Andréssonar, og konu Brynjólfs, Neríðar húsfreyju í Múla og Fljótsdal þar, f. 1666, Oddsdóttur.
Móðir Magnúsar klausturhaldara og kona Andrésar í Eyvindarmúla er ókunn.

Móðir Þórdísar og kona Magnúsar var Helga húsfreyja, f. 1752 í Presthúsum í Mýrdal, d. 26. nóvember 1826 á Mýrum í Álftaveri, Ólafsdóttir bónda í Presthúsum, f. 1716, Gíslasonar og konu Ólafs, Þórdísar húsfreyju, f. 1708, Teitsdóttur.

Þórdís var hjá foreldrum sínum á Þykkvabæjarklaustri til 1801 eða lengur, prestkona í Holti í Mýrdal 1813-1815, á Stórólfshvoli 1815-1817, á Mýrum í Álftaveri 1817-1827, á Ofanleiti 1827-58, prestsekkja þar 1858 til dd.
Þórdís ól a.m.k. ellefu börn.

Maður Þórdísar, (1. nóvember 1811), var sr. Jón Jónsson Austmann, f. 1787, d. 20. ágúst 1858.
Börn þeirra Jóns:
1. Helga Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1812, d. 17. maí 1839, gift Niels Stephan Ringsted kaupmanni.
2. Magnús Jónsson Austmann bóndi í Nýjabæ, f. 12. apríl 1814, d. 15. maí 1859, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju.
3. Jón Austmann bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. apríl 1814, d. 15. mars 1888, kvæntur Rósu Hjartardóttur.
4. Þórunn Jónsdóttir Austmann, f. 1815, dó ung.
5. Guðný Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 17. júní 1816, d. 20. júlí 1889, kona Sigurðar Einarssonar bónda á Kirkjubæ, síðar húsfreyja í Einholti á Mýrum, gift sr. Ólafi Magnússyni, síðast húsfreyja í Þórisdal í Lóni, gift Jóni Brynjólfssyni.
6. Lárus Jónsson Austmann, f. 1818, d. 5. mars 1834, drukknaði í Þurfalingsslysinu.
7. Guðmundur Jónsson Austmann, f. (1820).
8. Jórunn Jónsdóttir Austmann húsfreyja í Jómsborg, f. 1821, d. 27. október 1906, fyrr kona Jóns Salomonsen hafnsögumanni og verslunarmanni, síðar gift Engilbert Engilbertssyni verzlunarmanni.
9. Guðfinna Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1823, d. 7. apríl 1897, kona Árna Einarssonar bónda og alþingismanns.
10. Vigfús Jónsson Austmann, f. 1826, d. 1826.
Barn fætt í Eyjum:
11. Stefán Jónsson Austmann bóndi í Vanangri, f. 6. október 1829, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, kvæntur Önnu Valgerði Benediktsdóttur ljósmóður.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.