Jón Jónsson Austmann (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Jónsson Austmann beykir, bóndi og sjómaður í Þorlaugargerði fæddist 12. apríl 1814 í Holti í Mýrdal og lést 15. mars 1888 í Þorlaugargerði.
Foreldrar hans voru sr. Jón Austmann, siðar á Ofanleiti, f. 13. maí 1787 á Eystri-Lyngum í Meðallandi, d. 20. ágúst 1858 á Ofanleiti, og kona hans Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1788 á Þykkvabæjarklaustri, d. 3. september 1859 á Ofanleiti.

Systkini Jóns voru:
1. Helga Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1812, d. 17. maí 1839, gift Niels Stephan Ringsted kaupmanni.
2. Magnús Jónsson Austmann bóndi í Nýjabæ, f. 12. apríl 1814, tvíburi við Jón, d. 15. maí 1859, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju.
3. Þórunn Jónsdóttir Austmann, f. 1815, dó ung.
4. Guðný Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 17. júní 1816, d. 20. júlí 1889, kona Sigurðar Einarssonar bónda á Kirkjubæ. Hún varð síðar húsfreyja í Einholti á Mýrum, gift sr. Ólafi Magnússyni, síðast húsfreyja í Þórisdal í Lóni, gift Jóni Brynjólfssyni.
5. Lárus Jónsson Austmann, f. 1818, d. 5. mars 1834, drukknaði í Þurfalingsslysinu.
6. Guðmundur Jónsson Austmann, f. (1820).
7. Jórunn Jónsdóttir Austmann húsfreyja í Jómsborg, f. 1821, d. 27. október 1906, fyrr kona Jóns Salómonssonar hafnsögumanns og verzlunarstjóra, síðar gift Engilbert Engilbertssyni verzlunarmanni.
8. Guðfinna Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1823, d. 7. apríl 1897, kona Árna Einarssonar bónda og alþingismanns.
9. Vigfús Jónsson Austmann, f. 1826, d. 1826.
10. Stefán Jónsson Austmann bóndi í Vanangri, f. 6. okt. 1829, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, kvæntur Önnu Valgerði Benediktsdóttur ljósmóður.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, í Holti 1814, með þeim á Stórólfshvoli 1815-1817, á Mýrum í Álftaveri 1817-1827.
Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Eyja 1827, er faðir hans tók við Ofanleitisprestakalli.
Jón lærði til beykisiðnar erlendis, var beykir í Ottahúsi 1842, beykir á Ofanleiti 1843.
Þau Rósa Hjartardóttir giftust í október 1844 og dvöldu á Ofanleiti.
1845 bjuggu þau í Fredensbolig, eignuðust Helgu á því ári, en misstu hana úr ginklofa 10 daga gamla. Þau voru þar enn 1846, og 1847 í Sorgenfri, sem var annað nafn á Fredensbolig. Þar fæddist Jóhanna í lok ársins. 1848 voru þau þar með Jóhönnu á fyrsta ári og enn bjuggu þau þar 1849 og 1851. 1851 fæddist þeim Hjörtur, en hann dó tveggja vikna gamall, líklega úr ginklofa, en sá sjúkdómur var oft kallaður barnaveiki eða barnaveikin vegna tíðni sinnar. Þau voru þar 1852 og 1853, en 1852 fæddist Hjörtur þar. Í Götu bjuggu þau 1854, á Oddsstöðum 1855, beykir í Brekkuhúsi var hann 1856.
Þau voru komin að Þorlaugargerði 1857 og bjuggu þar síðan meðan Jóni entist líf.
Jón lést 1888.

I. Kona Jóns, (23. október 1844), var Rósa Hjartardóttir, f. 1822, d. 14. janúar 1902.
Börn þeirra voru:
1. Helga Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1845 í Fredensbolig, d.1. desember 1845 úr ginklofa.
2. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, nefndist Fredriksen, f. 29. desember 1847.
3. Hjörtur Jónsson, f. 16. júlí 1851, d. 29. júlí 1851 úr „barnaveiki“.
4. Hjörtur Jónsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 26. júlí 1852 í Sorgenfri. Hann hrapaði til bana úr Hellisey 23. ágúst 1883.
5. Guðrún Jónsdóttir, f. 28. mars 1855 í Götu. Hún fluttist til Vesturheims.
6. Magnús Jónsson, f. 28. júlí 1859 í Þorlaugargerði, d. 8. ágúst 1859 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.