Guðný Jónsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Jónsdóttir húsfreyja frá Ofanleiti fæddist 17. júní 1816 á Stórólfshvoli og lést 20. júní 1889.
Foreldrar hennar voru sr. Jón Austmann prestur, þá að Stórólfshvoli, síðar að Ofanleiti, f. 23. maí 1787, d. 20. ágúst 1858, og kona hans Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1788, d. 3. september 1859.

Systkini Guðnýjar voru:
1. Helga Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1812, d. 17. maí 1839, gift Niels Stephan Ringsted kaupmanni.
2. Magnús Jónsson Austmann bóndi í Nýjabæ, f. 12. apríl 1814, tvíburi, d. 15. maí 1859, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju.
3. Jón Austmann bóndi í Þorlaugargerði, f. 12. apríl 1814, tvíburi, d. 15. mars 1888, kvæntur Rósu Hjörtsdóttur.
4. Þórunn Jónsdóttir Austmann, f. 1815, dó ung.
5. Lárus Jónsson Austmann, f. 1818, d. 5. mars 1834, drukknaði í Þurfalingsslysinu.
6. Guðmundur Jónsson Austmann, f. (1820).
7. Jórunn Jónsdóttir Austmann húsfreyja í Jómsborg, f. 1821, d. 27. október 1906, fyrr kona Jóns Salómonssonar verzlunarstjóra, síðar gift Engilbert Engilbertssyni verzlunarmanni.
8. Guðfinna Jónsdóttir Austmann húsfreyja, f. 1823, d. 7. apríl 1897, kona Árna Einarssonar bónda og alþingismanns.
9. Vigfús Jónsson Austmann, f. 1826, d. 1826.
10. Stefán Jónsson Austmann bóndi í Vanangri, f. 6. okt. 1829, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, kvæntur Önnu Valgerði Benediktsdóttur ljósmóður.

Guðný var með foreldrum sínum til giftingar 1837. Hún var húsfreyja á Kirkjubæ meðan Sigurður lifði.
Þau Sigurður eignuðust 6 börn. Þau dóu öll úr ginklofa.
Hún giftist sr. Ólafi 1847 og fylgdi honum að Einholti á Mýrum í A-Skaft. Þau voru barnlaus.
Eftir að Ólafur lést 1862 giftist hún Jóni Brynjólfssyni bónda í Þórisdal í Lóni, f. 1815. Þau voru systkinabörn. Hún tók þar við búi með fjölda barna Jóns af fyrra hjónabandi. Eftir lát Jóns bjó hún ekkja í Hlíð í Lóni.
Guðný lést 1889.

Guðný var þrígift.
I. Fyrsti maður hennar, (7. júní 1837), var Sigurður Einarsson bóndi og málmsmiður á Kirkjubæ, f. 10. júní 1806, d. 20. maí 1846.
Börn þeirra hér:
1. Jón Sigurðsson, f. 13. júlí 1838, d. 19. júlí 1838 úr ginklofa.
2. Helga Sigurðardóttir, f. 8. september 1839, d. 21. september 1839 úr ginklofa.
3. Einar Sigurðsson, f. 13. nóvember 1840, d. 19. nóvember 1840 úr ginklofa.
4. Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 4. apríl 1842, d. 12. apríl 1842 úr ginklofa.
5. Vigfús Sigurðsson, f. 21. júlí 1843, d. 21. júlí 1843 úr ginklofa.
6. Signý Sigurðardóttir, f. 24. ágúst 1844, d. 9. september 1844 úr ginklofa.

II. Annar maður Guðnýjar, (7. janúar 1847), var sr. Ólafur Magnússon, þá guðfræðinemi í Eyjum, síðar prestur í Einholti á Mýrum í A-Skaft., f. 17. desember 1814, d. 25. júní 1862.
Þau voru barnlaus.

III. Þriðji maður Guðnýjar var Jón Brynjólfsson bóndi í Þórisdal í Lóni í A-Skaft., f. 1815, d. 24. júlí 1878. Þau Jón voru systkinabörn. Móðir hans var Þórunn systir sr. Jóns Austmanns.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.