Þórey Þórarinsdóttir (Hólmgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórey Þórarinsdóttir frá Hólmgarði, húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist þar 4. ágúst 1945.
Foreldrar hennar voru Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson frá Gjábakka, vélstjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, og kona hans Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987.

Börn Jóhönnu Guðrúnar og Þórarins:
1. Sigurður Þórarinsson verkstjóri, tónlistarmaður, f. 14. september 1934 í Vallartúni, d. 22. janúar 2019. Fyrrum kona hans Laufey Kristjánsdóttir.
2. Elísabet Gunnlaug Þórarinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. nóvember 1936 á Bakkastíg 3, d. 27. janúar 2017. Fyrri maður hennar, (skildu), Júlí Sæberg Þorsteinsson. Fyrrum sambúðarmaður Ingólfur Tryggvason. Síðari maður var Hlöðver Björn Jónsson, látinn.
3. Grétar Guðlaugur Þórarinsson pípulagningameistari, f. 14. ágúst 1941 á Miðhúsum. Kona hans Jóna Guðjónsdóttir.
4. Þórey Þórarinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 4. ágúst 1945 í Hólmgarði. Fyrri maður, skildu, var Björn Guðmundsson. Síðari maður Sigþór Pálsson.

Þórey var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962.
Þórey varð starfsmaður í Sparisjóðnum frá 1965 til Goss 1973 og starfsmaður hans í húsi Seðlabankans í Reykjavík á Gostímanum og síðan starfsmaður Seðlabankans í 39 ár.
Þau Björn giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Ásaveg 16, en skildu 1971.
Hún bjó með börnum sínum á Heiðarvegi 25 1972.
Þau Sigþór giftu sig 1977, eignuðust ekki börn saman, en hann gekk börnum Þóreyjar í föðurstað. Þau fluttu til Reykjavíkur við Gosið 1973. Sigþór dvaldi á Hrafnistu eftir erfitt slys. Hann lést 2023. Þórey býr við Brúnaveg.

I. Fyrri maður Þóreyjar, (10. apríl 1964, skildu), var Björn Bjarnar Guðmundsson frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, verkamaður, matreiðslumaður, f. 11. nóvember 1941, d. 11. október 2015.
Börn þeirra:
1. Dóra Kristín Björnsdóttir, f. 28. júní 1962. Barnsfaðir hennar Guðbjörn Grímsson. Maður hennar Pétur Pétursson.
2. Þórir Grétar Björnsson, f. 6. desember 1965. Barnsmæður hans Íris Dögg Jóhannesdóttir og Jóna Bára Jónsdóttir.
3. Hanna Birna Björnsdóttir, f. 31. desember 1966. Maður hennar Ingólfur Helgason.

II. Síðari maður Þóreyjar, (7. ágúst 1977), var Sigþór Pálsson frá Gilsá í Breiðdal, S.-Múl., sjómaður, stýrimaður á bátum og togurum, f. 24. júlí 1945, d. 1. október 2023. Foreldrar hans voru Páll Lárusson bóndi, f. 20. janúar 1919, d. 10. nóvember 1979, og kona hans Jóhanna Petra Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1911, d. 12. apríl 2000.
Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.