Þórsteina Pálsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórsteina Pálsdóttir.

Þórsteina Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja fæddist þar 22. desember 1942 og lést 4. ágúst 2023.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti, d. 4. ágúst 2023.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Þórsteina var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var níu ára.
Hún var starfsmaður á leikskólanum á Sóla, vann afgreiðslustörf í Mjólkurbúðinni, vann í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og síðar við fatageymslu Samkomuhússins.
Hún eignaðist barn með Árna 1962 og með Baldvin 1968, en missti Baldvin á þriðja ári hans.
Hún bjó í Þingholti við fæðingu Sigurbjörns 1962, bjó á Hólagötu 30 með Baldvin Þór, bjó með hann á Búastaðabraut 9 við lát hans 1970, og bjó þar með Sigurbjörn við Gos.
Þau Þórður giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Búhamri 7, sem þau byggðu á árunum 1975-1976. Þórsteina lést 2023.

Barnsfaðir Þórsteinu var
I. Árni Sigurbjörnsson sjómaður, Eyrarvegi 5 Akureyri, f. 9. apríl 1941.
Barn þeirra:
1. Sigurbjörn Árnason, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Kona hans er Edda Ingibjörg Daníelsdóttir.

II. Barnsfaðir Þórsteinu var Baldvin Baldvinsson, f. 29. júní 1943, d. 15. desember 1989.
Barn þeirra var:
2. Baldvin Þór Baldvinsson, f. 18. maí 1968, d. 8. desember 1970.

III. Maður Þórsteinu, (9. júní 1973), er Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri í Eyjum, f. 2. september 1949.
Börn þeirra:
3. Kristbjörg Oddný Þórðardóttir húsfreyja á Áshamri 63, f. 9. október 1975 í Reykjavík, d. 4. janúar 1999. Maður hennar er Arnar Richardsson.
4. Þórdís Þórðardóttir húsfreyja í Garðabæ, kennari, flugfreyja, f. 18. maí 1977 í Eyjum. Maður hennar er Hörður Már Þorvaldsson.
5. Eyþór Þórðarson vélstjóri, Bröttugötu 31, f. 22. júlí 1981. Sambýliskona er Andrea Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.