Birgir Rútur Pálsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Birgir Rútur Pálsson frá Þingholti, matreiðslumeistari fæddist þar 5. júlí 1939.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Hafnarfirði, býr nú í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Birgir var með foreldrum sínum í æsku nema um þrjú og hálft ár, er hann var í sveit, nánast samfellt hjá Ingveldi Tómasdóttur og Guðjóni Guðmundssyni í Efri-Presthúsum í Reynishverfi í Mýrdal.
Hann fór ungur á sumarsíldveiðar með Kristni bróður sínum á Bergi VE. Birgir lærði matreiðslu, vann á Hressingarskálanum í Reykjavík, á Hótel KEA á Akureyri, í Framsóknarhúsinu í Reykjavík, hjá SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn og hjá Þorsteini Viggóssyni í Storkklúbbnum í Reykjavík og útskrifaðist þar matsveinn.
Hann var yfirmatsveinn í Lido, var hjá Eimskip í þrjú ár.
Hann stóð að stofnun Skiphóls í Hafnarfirði um 1968-9, vann þar til 1973, er hann fór að vinna hjá Ölver í Glæsibæ. Þau hjón stofnuðu skemmtistaðinn Snekkjuna og veitingastaðinn Skútuna 1975 ásamt sonum sínum. Eygló sá að mestu um reksturinn og stjórnaði veislusalnum. Þau fluttu reksturinn að Dalshrauni 15 1982 og 10 árum síðar í eigið húsnæði að Hólshrauni 3. Synir þeirra þrír hafa tekið við rekstrinum.
Þau Eygló giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Þau bjuggu í Furuhlíð í Hafnarfirði, en síðar á Strandvegi 9 í Garðabæ.
Eygló lést 2021.

I. Kona Birgis, (28. nóvember 1964), var Dagbjört Eygló Sigurliðadóttir húsfreyja, f. 9. september 1944, d. 13. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Sigurliði Jónasson vörubifreiðastjóri á Akureyri, f. þar 22. júní 1911, d. 16. febrúar 2006, og Jóna Gróa Aðalbjarnardóttir húsfreyja, saumakona, f. 5. október 1923 að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Héraði, d. 8. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Birgir Arnar Birgisson matsveinn, forstöðumaður í Skútunni í Hafnarfirði, f. 18. apríl 1964. Kona hans er Sesselja Jóhannesdóttir.
2. Sigurpáll Örn Birgisson matsveinn í Skútunni í Hafnarfirði, f. 8. febrúar 1969. Kona hans er Jóna Björt Magnúsdóttir.
3. Ómar Már Birgisson viðskiptafræðingur, vinnur við Skútuna í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1975. Barnsmóðir hans er Hulda Björk Sveinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.