Margrét Pálsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Pálsdóttir.

Margrét Pálsdóttir frá Þingholti, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður fæddist þar 24. janúar 1932 og lést 5. febrúar 2014 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku. Hún veiktist 1948 og dvaldi þrjú ár á Vífilsstöðum.
Hún vann við afgreiðslu í Drífanda og í Samkomuhúsinu og um 20 ára skeið vann hún í eldhúsi Sjúkrahússins.
Margrét eignaðist barn með Hlöðveri 1953.
Þau Óli Sveinn giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Jómsborg, byggðu hús við Búastaðabraut 15 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau bjuggu í Keflavík, en fluttu til Eyja í janúar 1974, byggðu hús við Hátún 10 og þar bjuggu þau síðan.
Margrét lést 2014 og Óli Sveinn 2018.

I. Barnsfaðir Margrétar var Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
Barn þeirra:
1. Hrafnhildur Hlöðversdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 12. júlí 1953. Barnsfaðir hennar er Ágúst Heiðar Borgþórsson.

II. Maður Margrétar, (20. maí 1961), var Óli Sveinn Bernharðsson frá Ólafsfirði, vélstjóri, f. 27. nóvember 1937, d. 23. ágúst 2018.
Börn þeirra:
2. Bernharð Ólason verkfræðingur, f. 25. mars 1967, kvæntur Soffíu Eiríksdóttur lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingi.
3. Hafþór Ólason rafvirki, f. 14. desember 1971, í sambúð með Bryndísi Hauksdóttur, f. 1978.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 15. febrúar 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.