Blik 1978/Vélbátar Vestmannaeyinga

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1978


Vélbátar Vestmannaeyinga


Í Bliki 1976, bls. 105—115, birtum við 21 mynd af vélbátum Vestmannaeyinga frá fyrstu áratugum vélbátaútvegsins. Hér birtum við nokkurt framhald á þessu myndasafni með skýringum frá sama manni, Karli Guðmundssyni frá Reykholti við Urðaveg.
Heimild hans eru bækur Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja.


ctr


V/b Lundi VE 141. Hann var 13 rúmlestir að stœrð og var smíðaður í Danmörku árið 1925. Eigandi: Jóel Eyjólfsson o.fl. Formaður á bátnum var Þorgeir Jóelsson. Þessi bátur var endurbyggður og stœkkaður árið 1940.


ctr


V/b Gissur hvíti VE 5. Hann var 17 rúmlestir að stœrð. Smíðaður í Reykjavík árið 1926. Eigendur: Björn Sigurðsson o.fl. Formaður á bátnum var Alexander skipstj. Gíslason á Landamótum. Bátur þessi var seldur austur til Hafnar í Hornafirði árið 1947.


ctr


V/b Garðar VE 111, 18 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Danmörku árið 1926. Eigandi: Árni Jónsson í Görðum. Formaður: Eyjólfur Gíslason, Görðum. Síðar hlaut bátur þessi nafnið Maggý og svo Stakkur.


ctr


V/b Sigurfari VE 138. Bátur þessi var smíðaður í Danmörku og notaður þar um sinn. Hét hann þá Hurry. Hann var keyptur til Vestmannaeyja árið 1926. Fyrst hlaut hann nafnið Snorri goði. Síðan nafnið Höfrungur III., og síðast Sigurfari. Fyrst átti Guðjón Tómasson o.fl. bát þennan og var hann formaður á bátnum. Síðari eigendur: Einar Sigurjónsson og Óskar Ólafsson.


ctr


V/b Pipp VE 1. Hann var 15 rúmlestir að stœrð og smíðaður í Danmörku árið 1926. Eigendur: Gísli J. Johnsen o.fl. Formaður: Magnús Jónsson, Sólvangi (nr. 29 við Kirkjuveg).


ctr


V/b Nanna VE 300. Bátur þessi var 25 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Noregi árið 1929. Eigandi: Helgi Benónýsson, Vesturhúsum. Fyrsti formaður á bátnum mun hafa verið Knud skipstjóri Andersen. Síðar eignaðist Kf. Fram þennan bát.


ctr


V/b Muggur VE 222, 26 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1934. Það gerði Gunnar M. Jónsson, bátasmíðameistari frá Stóru-Háeyri. Eigandi: Helgi Benediktsson, kaupm. Fyrsti formaður á bátnum var Páll Jónasson frá Þingholti.


ctr


V/b Sjöfn VE 37. Hann var 51 rúmlest að stœrð og smíðaður í Reykjavík árið 1934. Kom til Vestmannaeyja árið 1940. Eigendur: Þorsteinn Gíslason frá Görðum o.fl. Hann var formaður á bátnum.


ctr


V/b Ófeigur II. VE 32. Hann var 22 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Danmörku árið 1935. Eigandi: Jón Ólafsson, útgerðarmaður, Hólmi. Fyrsti formaður á bátnum var Karl Guðmundsson frá Reykholti við Urðaveg.


ctr


V/s Helgi VE 333. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum á árunum 1937—1938. Hann var 120 rúmlestir að stærð og sagður þá stœrsta skip, sem Íslendingar höfðu smíðað til þessa. Skipasmíðameistari: Gunnar Marel Jónsson. Eigandi: Helgi Benediktsson, kaupmaður og útgerðarmaður. V/s Helgi fórst á Faxaskeri við Eyjar 7. jan. 1950.


ctr


V/b Skúli fógeti VE 185, 22 rúmlestir að stœrð. Hann var smíðaður í Danmörku árið 1939. Eigendur: Ólafur Eyjólfsson á Garðstöðum, Vilhjálmur Guðmundsson á Sæbergi og Magnús Valtýsson, Lambhaga. Fyrsti formaður á vélbáti þessum var Ólafur Vigfússon í Gíslholti.


ctr


V/b Maggý VE 111 (Maggý II.). Bátur þessi var 43 rúmlestir að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1944. Eigandi: Guðni Grímsson, formaður og útgerðarmaður, Helgafellsbraut 8, o.fl. Bátur þessi var seldur til Eyrarbakka og strandaði þar.


ctr


V/b Kári, VE 47, 63 rúmlestir að stærð. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1944. Bátasmíðameistari: Runólfur Jóhannsson. Eigandi: Sigurður Bjarnason skipstjóri í Svanhól o.fl.


ctr


V/b Jötunn VE 273. Hann var 41 rúmlest að stœrð og smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1945. Bátasmíðameistari: Gunnar Marel Jónsson. Eigandi: Svavar Antóníusson frá Byggðarholti við Kirkjuveg. Hann var fyrst sjálfur formaður á bátnum.


ctr


V/b Þorgeir goði VE 34. Áður hét vélbátur þessi Hulda. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og keyptur til Eyja 1947. Eigendur: Gunnar Ólafsson og Co. Fyrsti formaður á bátnum var Júlíus Sigurðsson frá Skjaldbreið við Urðaveg.


ctr


V/b Suðurey VE 20, sem er 85 rúmlestir að stærð. Bátur þessi var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og keyptur til Vestmannaeyja nokkru síðar. Eigandi og formaður var Arnoddur Gunnlaugsson frá Gjábakka, útgerðarmaður.


ctr


V/b Reynir VE 15, 52 rúmlestir að stœrð, smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Eigendur: Brœðurnir frá Hjálmholti í Eyjum, Páll og Júlíus Ingibergssynir. Formaður á bátnum var Páll Ingibergsson. Á sínum tíma var bátur þessi seldur til Reykjavíkur.


ctr


V/b Sigrún VE 50. Bátur þessi var 51 rúml. að stœrð. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1946. Keyptur hingað síðar. Eigandi: Rún hf. Fyrsti skipstjóri á bátnum var Steingrímur Björnsson, Kirkjulandi.


ctr


V/b Frigg VE 316. Hann var 49 rúmlestir að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1948. Eigendur voru bræðurnir frá Geithálsi í Eyjum, Sveinbjörn og Alfreð Hjartarsynir. Formaður á bátnum var Sveinbjörn Hjartarson.


ctr


V/b Hannes lóðs, VE 200. Hann var 48 rúmlestir að stærð. Smíðaður í Danmörku árið 1948. Eigendur: Jóhann Pálsson, skipstjóri, og Fiskiðjan h/f. Fyrsti skipstjóri á bátnun var Jóhann Pálsson. Síðar var skipt um nafn á bátnum. Hlaut þá nafnið Gylfi og einkennisstafina VE 201.