Guðmundur Jesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Jesson Thomsen verkamaður á Litlu-Grund, fæddist 13. nóvember 1867 í Nýborg og lést 19. apríl 1931.
Foreldrar hans voru Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóri í Godthaabsverslun, f. 7. nóvember 1840, d. 30. janúar 1919, og barnsmóðir hans Elín Steinmóðsdóttir vinnukona, f. 1836.

Hálfystur Guðmundar voru
1. Jóhanna Margrét Jesdóttir, f. 25. júní 1870, dóttir Halldóru Samúelsdóttur. Hún mun hafa látist á leið til Vesturheims.
2. Anna Petrea Thomsen húsfreyja, f. 9. maí 1871, d. 3. maí 1837. Hún varð kona Friðriks Gíslasonar frá Hlíðarhúsi.
Önnur systkini Guðmundar, öll hálfsystkini, börn Elínar móður hans, voru:
3. Steinmóður Guðmundsson, f. 15. maí 1860.
4. Friðrikka Matthildur Jónsdóttir, f. 3. júní 1863.
5. Kristján Sæmundsson, f. 20. mars 1875, d. 18. febrúar 1933.

Guðmundur var með móður sinni í Steinmóðshúsi 1868, var fósturbarn hjá Helgu Árnadóttur og Sveini Þórðarsyni á Löndum 1869-1878, er þau fluttust úr landi. Hann fór þá til föður síns í Godthaab og var hjá honum enn 1893. Godthaabsverslun var seld 1894 og síðla árs var Jes Thomsen með Jóhönnu konu sinni í Frydendal og þar var Guðmundur vinnumaður. Faðir hans og kona voru í Frydendal 1895, en Guðmundur var vinnumaður í Norður-Gerði.
Hann var vinnumaður í Draumbæ 1901.
Guðmundur bjó 1910 á Litlu-Grund, sem þá hét Litli-Lambhagi .
1911 var bústýran Guðríður Guðmundsdóttir komin til hans og var þar til dd 1930.
1913 var Svavar Þórðarson tveggja ára kominn til þeirra í fóstur.
1914 var Sigríður Guðmundsdóttir 4 ára komin í fóstur, - hún samkv. sóknarmannatali 1914, „? óskila barn frá Rvk“. 1918 var Sigríður farin.
1920 var Ólafur Þorbjörn Marías kominn til þeirra og var enn hjá Guðmundi síðla árs 1930.
Guðmundar er getið sem bjargveiðimanns án umsagnar á blöðum Árna Árnasonar símritara.
Guðríður lést 1930 og Guðmundur 1931.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Kristín Ólafsdóttir, þá í Júlíushaab, f. 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
Barnið var
1. Guðríður Guðmundsdóttir, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún varð kona Stefáns Vilhjálmssonar.

II. Bústýra Guðmundar frá 1911 var Guðríður Guðmundsdóttir, f. 17. september 1856 í Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði, d. 18. júlí 1930. Foreldrar hennar voru Guðmundur Björnsson bóndi í Brúsholti og kona hans Kristín Kaprasíusdóttir húsfreyja.
Fósturbön þeirra voru:
2. Svavar Þórðarson afgreiðslustjóri, f. 12. febrúar 1911 á Seyðisfirði, d. 10. janúar 1978.
3. Sigríður Guðmundsdóttir, f. um 1910 . Hún var hjá þeim 1914-1918.
4. Ólafur Þorbjörn Marías Magnússon frá Hvammi, f. 19. september 1916, d. í apríl 1943. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson, síðar í Kornhól, (Skansinum), og Magnea Gísladóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Akri, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.