Haraldur Júlíusson (netagerðarmeistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Haraldur í snörpum leik.

Haraldur Júlíusson netagerðarmeistari fæddist 11. september 1947 á Grímsstöðum og lést 20. apríl 2024.
Foreldrar hans voru Júlíus Hallgrímsson frá Þingeyri netagerðarmeistari, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011, og kona hans Þóra Haraldsdóttir frá Grímsstöðum, f. 4. apríl 1925 í Litla-Gerði, d. 13. apríl 2001.

Börn Þóru og Júlíusar:
1. Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 25. maí 1946 á Grímsstöðum. Kona hans er Ásta María Jónasdóttir húsfreyja.
2. Haraldur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 11. september 1947 á Grímsstöðum. Kona hans er Valgerður Magnúsdóttir ljósmóðir.
3. Andvana stúlka, f. 12. ágúst 1966.

Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1964, lauk Iðnskólanum og varð sveinn í netagerð og síðar meistari.
Haraldur var félagi í Neti ehf. með föður sínum og fleiri. Það ráku þeir frá 1976-2016, er fyrirtækið var selt.
Hann var afreksmaður í knattspyrnu.
Þau Valgerður giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið á Bessahrauni 20.
Haraldur lést 2024.

I. Kona Haraldar, (7. maí 1977), er Valgerður Magnúsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 23. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Magnús Hlynur Haraldsson, M.Sc.-próf í efnafræði, kennari við Borgarholtsskóla, f. 23. sept. 1975. Kona hans Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir.
2. Guðrún Haraldsdóttir, B.Sc.-hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 28. maí 1979. Maður hennar Guðmundur Harðarson.
3. Berglind Þóra Haraldsdóttir, félagsráðgjafi, er í kennaranámi, f. 24. september 1992. Sambýlismaður Ólafur Unnar Torfason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.