Ingibjörg Einarsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Einarsdóttir vinnukona frá Norðurgarði fæddist 8. mars 1854 og lést 24. apríl 1905.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum og barnsmóðir hans Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði.

Bróðir Ingibjargar var
1. Jón Einarsson á Garðstöðum, f. 27. janúar 1857, d. 9. október 1906.
Hálfsystkini hennar í Eyjum voru:
2. Guðríður Woolf (Vigfússon), f. 26. apríl 1858, d. 8. desember 1933. Guðríður fór til Vesturheims 1886 með fjölskyldu.
3. Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.
4. Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 1862. Fór til Vesturheims frá Nýborg 1889.

Ingibjörg var 7 ára hjá ekkjunni, móðurmóður sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur í Norðurgarði 1860, léttastúlka á Fögruvöllum 1870.
Við manntal 1880 var Ingibjörg 26 ára vinnukona á Stíflu í Breiðabólsstaðarsókn.
Hún var vinnukona á Blábringu á Rangárvöllum 1890. Þar var hún með barn sitt Ingigerði Jónsdóttur 5 ára. Húsbóndi var Jón Guðmundsson bóndi og barnsfaðir hennar.
1901 var Ingibjörg sjúklingur á Blábringu. Þar var Ingigerður dóttir hennar og Jón barnsfaðir hennar fyrrum bóndi, Vigdís kona hans. Húsfreyjan var Katrín dóttir þeirra, síðar á Uxahrygg, gift Gunnari Ásbjörnssyni.
Ingibjörg lést 1905.

I. Hún eignaðist barn með Hreiðari Hreiðarssyni bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum.
Barnið var
1. Hreiðarsína Hreiðarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. október 1879, d. 13. janúar 1973, gift Ólafi Þorleifssyni verkamanni.
II. Ingibjörg eignaðist barn með Jóni Guðmundssyni bónda á Blábringu á Rangárvöllum.
Barnið var
2. Ingigerður Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1885, d. 19. mars 1958, bústýra Jóns Helgasonar bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og húsfreyja þar og móðir tveggja barna þeirra.
Börnin voru:
a) Axel Júlíus Jónsson bóndi í Stóru-Hildisey, f. 9. júlí 1914.
Kona hans var Sigríður Anna Sigurjónsdóttir húsfreyja frá Víðidal, f. 15. ágúst 1915, dóttir Sigurjóns Jónssonar og konu hans Guðríðar Þóroddsdóttur.
b) Vigdís Jónsdóttir borgarstarfsmaður í Reykjavík, síðar á Selfossi, f. 15. júlí 1925, d. 31. október 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.