Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen frá Garðinum, síðar húsfreyja í Reykjavík fæddist 7. október 1859 og lést 10. maí 1941.
Nöfn hennar á manntölum: Júlíana Margrét Bjarnadóttir/Júlíana Margrét Pétursdóttir/Júlíana Sigríður Margrethe Bjarnason.

Foreldrar hennar voru Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1834, d. 1. maí 1869, og kona hans Johanne Caroline Hansdóttir Rassmussen, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920.

Börn Jóhanns Péturs Bjarnasen og Johanne Caroline í Eyjum voru:
1. Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen húsfreyja í Reykjavík, f. 7. október 1859, d. 1941.
2. Nikolai Carl Frederik Bjarnasen kaupmaður og skipaafgreiðslumaður í Reykjavík, f. 22. desember 1860, d. 12. desember 1948.
3. Jóhann Morten Peter Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, f. 8. apríl 1862, síðar í Bandaríkjunum.
4. Anton Gísli Emil Bjarnasen útvegsbóndi verslunarstjóri í Garðinum, kaupmaður í Dagsbrún, f. 5. desember 1863, d. 22. mars 1916.
5. Frederik Bjarnasen smiður og verslunarmaður í Rvk, f. 21. nóvember 1865, d. 4. september 1944.
6. Carl Anders Bjarnasen verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. febrúar 1868, d. 1903.

Júlíana var með foreldrum sínum í bernsku, en faðir hennar lést, er hún var á 10. árinu. Móðir hennar giftist Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóra í Godthaab 1870 og dvaldi Júlíana með þeim til 1883, en þá fluttist hún til Reykjavíkur, en Jón Árnason hafði farið Suður árið áður.
Þau Jón giftu sig 1883 og bjuggu síðan í Reykjavík þar sem hann varð kaupmaður. Johanne Caroline móðir Júlíönu var hjá þeim 1910.

Maður Júlíönu, (6. júlí 1883), var Jón Árnason frá Vilborgarstöðum, kaupmaður í Reykjavík, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.
Börn þeirra hér:
1. Pétur Árni Jónsson (Pétur Á. Jónsson) óperusöngvari, f. 21. desember 1884, d. 14. apríl 1956.
2. Þorsteinn Jónsson bankaritari, f. 30. apríl 1887, d. 22. febrúar 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.