Laufey Vilmundardóttir (Hjarðarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Laufey Vilmundardóttir frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja fæddist 25. júní 1913 í Vallanesi og lést 21. febrúar 1979.
Foreldrar hennar voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Þuríður Pálína Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.


ctr
Fjölskyldan frá Hjarðarholti.

Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir, Pálína Þuríður Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir.
Óþekktur ljósmyndari. Myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Laufey var með foreldrum sínum, í Vallanesi við skírn, í Skúr við mt. 1915, í Hjarðarholti 1916 og síðan, en faðir hennar lést er hún var tæpra 10 ára. Hún var með móður sinni, en fór úr Eyjum 1932.
Þau Gísli giftu sig 1937, eignuðust tvö börn, bjuggu síðast í Eskihlíð 18 í Reykjavík.
Laufey lést 1979 og Gísli 2003.

I. Maður Laufeyjar, (29. maí 1937), var Gísli Þorgeirsson verslunarmaður, kaupmaður í Reykjavík, f. 15. september 1914, d. 24. júlí 2003. Foreldrar hans voru Þorgeir Gíslason frá Voðmúlastaðahjáleigu í V.-Landeyjum, f. 18. júní 1890, d. 30. ágúst 1948 og kona hans Kristín Eiríksdóttir frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 23. nóvember 1888, d. 26. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Þorgeir Gíslason húsasmíðameistari, f. 19. október 1940. Kona hans Steinunn Guðbjörg Lórenzdóttirr.
2. Vilmundur Þór Gíslason hljóðmeistari hjá Sjónvarpinu, f. 29. ágúst 1945. Kona hans Hrafnhildur Óladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.