Lilja Vilmundardóttir (Hjarðarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lilja Vilmundardóttir.

Lilja Vilmundardóttir frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja fæddist 21. mars 1922 og lést 25. mars 2008 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883, d. 20. maí 1923, og kona hans Þuríður Pálína Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.

ctr
Fjölskyldan frá Hjarðarholti.

Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir, Pálína Þuríður Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir.
Óþekktur ljósmyndari. Myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar.

Börn Þuríðar og Vilmundar:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Lilja var með foreldrum sínum skamma stund. Faðir hennar lést er hún var á öðru ári sínu. Hún var með móður sinni 1930 og flutti til Reykjavíkur með henni 1934 og bjó þar síðan.
Þau Jón Einar hófu búskap 1960, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Kaplaskjólsvegi 59.
Jón Einar lést 2002. Lilja bjó síðast á Aflagranda 40.
Hún lést 2008.

I. Maður Lilju var Jón Einar Breiðdal Samúelsson múrarameistari frá Siglufirði, f. þar 8. ágúst 1921, d. 1. maí 2002. Foreldrar hans voru Samúel Ólafsson síldarsaltandi úr Dölum, f. 3. apríl 1887 í Bessatungu í Saurbæ, d. 31. maí 1935, og kona hans Einarsína Kristbjörg Pálsdóttir frá Hofsgerði í Skagafirði, húsfreyja, f. 29. júlí 1892, d. 10. febrúar 1941.
Barn þeirra:
1. Einar Þór Jónsson iðnrekstrarfræðingur, sölumaður f. 30. maí 1962. Kona hans Vilborg Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. maí 2002. Minning Jóns Einars.
  • Morgunblaðið 2. apríl 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.