Ingibjörg Hreinsdóttir (Garðstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingibjörg Hreinsdóttir.

Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja á Garðstöðum og Eiðum fæddist 13. janúar 1854 og lést 18. nóvember 1922.
Foreldrar hennar voru Hreinn Jónsson í Brandshúsi, sem fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir.

Ingibjörg giftist Jóni Einarssyni sjómanni og formanni á Garðstöðum 1882, en hann lést 1906.

Börn Jóns og Ingibjargar voru:
1. Sigríður, f. 2. desember 1882. Hún fór til Vesturheims.
2. Jónína, fædd 11. ágúst 1885, dáin 3. mars 1957, kona Kristmanns Þorkelssonar. Þau bjuggu í Steinholti.
3. Kristján Jónsson, f. 15. september 1888, d. 26. desember 1888.

Jón Ingvi Þorkelsson.

Jón Einarsson og Ingibjörg voru meðal útflytjenda frá Garðstöðum til Vesturheims 1905, hann 50 ára, hún 51 árs. Ljóst er, að það breyttist. Hann lést á næsta ári.

Við manntal 1910 var hjá Ingibjörgu húsfreyju á Eiðum Sigríður Ingibjörg Kristjánsdóttir dótturdóttir hennar, f. 20. mars 1907 í Ameríku; hafði komið á fæðingarári sínu til Eyja. Hún er ljóslega dóttir Sigríðar Jónsdóttur og Kristjáns Sæmundssonar frá Vilborgarstöðum.
Hjá henni var einnig hálfsystursonur hennar Jón Ingvi Þorkelsson, síðar leikhúsmaður. (Sjá Blik 1965: Yngvi Þorkelsson). Hann hafði komið til hennar 1902, (svo á mt 1910), f. 23. apríl 1903, d. 4. júní 1953, sonur Jóhönnu Sigríðar dóttur Sigríðar Ólafsdóttur í Brandshúsi og Guðmundar Ögmundssonar í Batavíu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.