Magnea Guðrún Magnúsdóttir (Felli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnea Guðrún Magnúsdóttir.

Magnea Guðrún Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, fiskiðnaðakona fæddist 28. desember 1942 í Sandprýði og lést 29. janúar 2023.
Foreldrar hennar voru Magnús Grímsson skipstjóri frá Felli, f. 10. september 1921, d. 16. desember 2008, og kona hans Aðalbjörg Þorkelsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja, f. 5. mars 1924, d. 16. september 2010.

Börn Aðalbjargar og Magnúsar:
1. Magnea Guðrún Magnúsdóttir, f. 28. desember 1942 í Sandprýði, d. 29. janúar 2023. Maður hennar er Hannes Haraldsson.
2. Grímur Magnússon, f. 19. apríl 1945 í Sandprýði. Kona hans er María Ármannsdóttir.
3. Helga Magnúsdóttir, f. 18. apríl 1948 á Felli. Maður hennar er Jón Ragnar Sævarsson.
4. Hafdís Magnúsdóttir, f. 18. janúar 1958. Maður hennar er Jón Ólafur Svansson.

Magnea var með foreldrum sínum í æsku, vann síðan ýmis störf.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1961.
Magnea var félagi í Oddfellowreglunni og tók þar virkan þátt, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Rebekkustúkunni nr. 3, Vilborgu.
Þau Hannes giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á heimili foreldra sinna við giftingu, á Kirkjubæjarbraut 7 1966, síðan á Bakkastíg 6 fram að Gosi 1973. Eftir Gos bjuggu þau á Sóleyjargötu 7, en bjuggu síðar að Stóragerði 10.
Magnea lést 2023.

I. Maður Magneu Guðrúnar, (23. október 1965), er Hannes Haraldsson skipstjóri, útgerðarmaður, trillukarl frá Fagurlyst, f. 4. október 1938 í Garðinum.
Börn þeirra:
1. Hafdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Vinnslustöðinni, f. 16. júlí 1966. Maður hennar er Jóhann Þór Jóhannsson og Guðlaugar Pétursdóttur frá Kirkjubæ.
2. Haraldur Hannesson rafvirki, stýrimaður, útgerðarmaður, eigandi og rekur trilluna Víkurröst ásamt Hannesi föður sínum, f. 2. október 1968. Kona hans er Anna Ólafsdóttir og Svövu Hafsteinsdóttur.
3. Hafþór Hannesson sölustjóri hjá Pennanum í Reykjavík, f. 29. júní 1972. Kona hans er Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Haraldur Hannesson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.