Marhnútur

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sjávardýr
Fiskar
Önnur sjávardýr

Marhnútur (Myoxocephalus scorpius)

Stærð: Marhnútur eru heldur smávaxinn, 20-25 cm. Getur orðið allt að 60 cm í Norðurhöfum.

Lýsing: Gráðugir en sljóir botnfiskar með stórt höfuð. Marhnútar eru hreisturslausir með sívalan bol, stórt flatvaxið höfuð og stóran kjaft. Sumir eru þaktir húðplötum eða göddum. Marhnútar hafa tvo bakugga og er raufarugginn eins og spegilmynd aftari bakuggans. Eyruggar eru mjög stórir og líkjast vængjum. Þeir eru fremur ljótir, framdigrir og afturmjóir. Litur er breytilegur eftir aldri og kyni en oftast er hann móleitur. Sundmaga vantar.

Heimkynni: Finnst aðeins á norðurhveli jarðar.

Lífshættir: Hann lifir í grýttum þangbotni undir fjörumáli og flækist mikið inn í hafnir og við skolpræsi.

Fæða: Hann er gráðug alæta en blóðlatur, étur aðallega ýmiss konar krabbadýr og smáfiska. Étur hrogn og seiði annarra fiska og gerir með því nokkurn skaða.

Hrygning: Hrygnir allt í kringum landið. Marhnúturinn hrygnir vanalega um hávetur, þá í hlýja sjónum og mjög grunnt, jafnvel uppi í fjörum. Og á vorin í kalda sjónum. Eggin eru smá og rauðgul á lit, eggin eru 2-2,5 mm, fest saman í allstóra kekki sem festast vð botninn.

Nytsemi: Flestir telja hann óætan en það er ekki rétt, því hann er bragðgóður en ekki matarmikill. Sagt er að gott sé að sjóða fiskisúpu af honum. Grænlendingar eru meðal fárra þjóða sem borða hann.