Tröllakrabbi

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sjávardýr
Fiskar
Önnur sjávardýr

Tröllakrabbi (Chaceon(Geryon)affinis)

Stærð: Hængurinn er mun stærri en hrygnan og getur lengd skjaldarins náð allt að 15cm og breiddin orðið 17,8cm svo vitað sé.

Lýsing: Tröllakrabbinn er stórgerð krabbategund og hængurinn töluvert stærri en hrygnan samkvæmt venju. Að framan er skjaldarröndin sett fimm tönnum hvorum megin við skjaldarnefið og er mjög gott að tegundagreina þá á því. Þeir stærstu geta orðið allt að 1,5kg að þyngd.

Heimkynni: Tröllakrabbi er oftast nær á miklu dýpi og hefur fundist niður á 1200m dýpi það mesta. Hann er að finna við suður og suðausturströnd Íslands (Háfadjúpi, Skeiðarárdjúpi, Breiðarmerkurdjúpi, Hornarfjarðardjúpi og Lónsdjúpi ) og hefur fengist í humartroll og skötuselsnet. Tröllakrabbann er einnig að finna suður af Rockall við Azoreyjar, við vestur og suðurströnd Afríku, við Flórída, í Suður-Atlantshafi og Indlandshafi.

Lífshættir: Lítið er vitað um lífshætti þeirra annað en þeir haldi sig við botn sjávar.

Fæða: Hann er hrææta eins og flestir aðrir krabbar.

Hrygning: Tíminn sem hrygnan ber eggin er mjög breytilegur. Mökun fer fram á vorin eða snemma sumars og geymir hrygnan sæðið í þar til gerðri geymslu neðan á höfuðbolnum fram að hrygningu árið eftir. Við hrygninguna í maí / júní ná síðan eggin að frjóvgast og límir hrygnan þau þá við halafæturna þar sem þau eru í nokkurskonar pössun.Síðan þegar eggin þroskast og dafna myndast lirfur, sem klekjast vorið eftir. Þetta bendir til þess að krabbar hér við land hrygni og klekji út aðeins annað hvert ár á víxl.Þegar lirfurnar eru sviflægar ganga þær í gegnum ákveðin skelskipti sem endar síðan með því að þær taka á sig form fullorðinna tröllakrabba og setjast á botninn.

Nytsemi: Hann þykir vera mjög góður matur.