Rauðspretta

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sjávardýr
Fiskar
Önnur sjávardýr

Rauðspretta (Pleuronectes platessa)

Stærð: Er flatfiskur og einnig kölluð skarkoli. Á að geta náð 60-70 cm lengd við Ísland en algeng stærð hér við land er 30-50 cm.

Lýsing: Hreistur skarkolans er mjög smátt og ekki skarað og hann þekkist mjög vel frá sandkola vegna þess hve sléttur hann er að utan. Í roðinu eru einnnig misstórir rauðir blettir.

Heimkynni: Hann lifir um mestallt land en samt er einna mest af honum fyrir sunnan landið og fyrir vestan. Fyrir utan Ísland er mest af honum í Norðursjó og þar eru mikilvægustu hrygningarstöðvarnar.

Lífshættir: Skarkolinn er grunnsævisfiskur sem lifir á 5 m dýpi og alveg niður á 100 m. Fullorðni fiskurinn fer reyndar ekki dýpra en á 15-20 m en yngri fiskurinn lifir dýpra. Hann lifir helst á sandbotni, bæði á skelja- og hraunsandi en hann lifir ekki á hörðum botni.

Fæða: Fæða skarkolans er fyrst mjög smáir ormar og krabbadýr en eftir því sem fiskurinn eldist tekur hann stærri dýr. Um haustið eftir hrygningu ræður hann við marflær, stóra burstaorma og þunnar sæskeljar.

Hrygning: Hrygning hans fer að langmestu leyti fram á 50-100 m dýpi í hlýja sjónum fyrir sunnan landið og svo að einhverju leyti í þeim kalda fyrir norðan. Hrygningin hefst í febrúarlok við Suðurland og stendur hæst í mars og apríl. Við Norðurland hefst hún aftur á móti í lok mars með hámarki í maí-júní. Eggin eru 50-520 þúsund eftir stærð hrygnunnar. Þau eru sviflæg og klaktími fer eftir hitastigi sjávarins.

Nytsemi: Rauðsprettan er veidd til matar og veiða Íslendingar allt að 14 þúsund tonnum árlega.