Vilmundur Friðriksson (Hjarðarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vilmundur Friðriksson.

Vilmundur Friðriksson, Hjarðarholti, fæddist 19. september 1883 á Kálfsstöðum í V-Landeyjum og lést 20. maí 1923. Vilmundur fór til sjóróðra í Vestmannaeyjum og árið 1908 kaupir hann Víking með fleiri mönnum og hafði formennsku á honum til ársins 1911 en þá kaupir hann Gideon og er formaður á honum til vertíðarloka ársins 1914. Síðar er Vilmundur með ýmsa báta til ársins 1923 en hann lést það ár.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Vilmundur Friðriksson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, verkamaður fæddist 19. september 1883 á Strönd í V.-Landeyjum og lést 20. maí 1923.
Foreldrar hans voru Friðrik Hannesson frá Unhól í Djúpárhreppi, Rang., þá vinnumaður á Kálfsstöðum, húsmaður á Strönd í V.-Landeyjum, síðar vinnumaður á Uxahrygg í Oddasókn, Rang., f. 17. nóvember 1847, d. 13. maí 1907, og barnsmóðir hans Katrín Jónsdóttir frá Strönd í V.-Landeyjum, þá vinnukona á Kálfsstöðum, sambúðarkona hans á Strönd 1880, en síðar húsfreyja í Tjarnarkoti í A.-Landeyjum og Arnarhóli í V.-Landeyjum, f. 6. apríl 1857, d. 21. júlí 1942.

Vilmundur var með móður sinni hjá Þuríði ömmu sinni á Strönd í V.-Landeyjum 1890, var vinnuhjú í Tjarnarkoti í A.-Landeyjum 1901.
Hann flutti frá Krosshjáleigu í A.-Landeyjum til Eyja 1905.
Vilmundur var útgerðarmaður, skipstjóri, átti Víking og síðan Gideon. Hann stóð að björgun fimm manna af bátnum Von VE-109 2. maí 1909. Hann var staddur eina mílu norðvestur af Geirfuglaskeri. Formaður á Von var Kristján Einarsson á Hvanneyri. Síðar var Vilmundur verkamaður.
Þau Pálína Þuríður giftu sig 1910, eignuðust ellefu börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári. Þau bjuggu á Bergi 2 Strandbergi við skírn Karls 1909, á Lágafelli við skírn Skarphéðins 1912, í Vallanesi við skírn Laufeyjar 1913, í Skúr (mt 1915) við skírn Unnar 1915, í Hjarðarholti 1916 og síðan.
Vilmundur lést 1923 og Pálína Þuríður 1945.


ctr
Götuhlið Hjarðarholts eins og hún leit út, er Þuríður og Vilmundur höfðu byggt húsið.
Teikning eftir Villa Ísfeld frá Burstafelli.


ctr
Fjölskyldan frá Hjarðarholti.

Aftari röð frá v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Vilmundarson, Karl Vilmundarson, Skarphéðinn Vilmundarson, Ingibergur Vilmundarson. Fremri röð frá v. Lilja Vilmundardóttir, Laufey Vilmundardóttir, Pálína Þuríður Pálsdóttir móðir þeirra, Unnur Vilmundardóttir og Fjóla Vilmundardóttir.
Óþekktur ljósmyndari. Myndin er í eigu Sigurðar Kristinssonar Vilmundarsonar.

I. Kona Vilmundar, (17. desember 1910) var Pálína Þuríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1890, d. 17. nóvember 1945.
Börn þeirra:
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.